Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem við reyndum að hafa áhrif á en gátum ekki.“ En það sýnir vel hvert það „lýð- ræði“ er, sem Bandaríkjamenn berj- ast fyrir, að jafnvel þótt þeir neydd- ust til að beygja sig fyrir úrslitunum í Kina, héldu þeir því enn til streitu á opinberum vettvangi, að Sjang Kæ- sjek-stjórnin væri réttkjörin stjórn Kína og kröfðust þess að fulltrúi hennar héldi sæti sínu á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Og þetta eiga þeir við þegar þeir tala um sjálfsákvörð- unarrétt þjóða: Vegna þess að kín- verska þjóðin afneitaði Sjang Kæ- sjek-stjórninni og hrakti hana úr landi, þá er meginland Kína ekki leng- ur til sem ríki og þjóð, en kotríkið Formósa fær stórveldisnafnbót og eyjarskeggjar (sem eru ekki Kínverj- ar) eru kallaðir sannir og þjóðhollir Kínverjar, — sjálfsákvörðunarréttur þjóða merkir sem sé á bandarísku: ákvörðunarrétt Bandaríkjanna fyrir allar aðrar þjóðir, og það eitt. En víkjum að lokum til Formósu, sem nú er talin hluti hins „frjálsa heims“ af því Sjang Kæ-sjek-stjórnin situr þar í skjóli Bandaríkjanna. Wedemeyer hershöfðingi sendir utanríkisráðherra Bandaríkjanna skýrslu frá Kína 17. ágúst 1947 og segir: „Reynsla okkar á Formósu er mjög fróðleg. Stjórnaraðferðir Sjen Jis fyrrverandi landstjóra hafa gert eyj- arskeggja andvíga stjórninni. Kuo- mintang-stjórnin missti þarna gull- vægt tækifæri til að gefa Kínverjum og öllum heiminum í skyn með sann- færandi hætti, að hún væri fær um að stjórna með heiðarleik og röggsemi. Ilún getur ekki skellt skuldinni á kommúnista eða önnur henni andstæð öfl. Eyjarskeggjar fögnuðu af alhug þegar þeir losnuðu undan oki Japana. En Sjen Ji og klíka hans færðu þetta hamingjusama og gæflynda fólk í fjötra samvizkulausrar og fégráðugr- ar ofríkisstjórnar. Herinn hegðaði sér eins og sigurvegari andspænis slegn- um lýð. Leynilögreglan vann opin- skátt að því að skipuleggja og tryggja landstjórnarmeðlimunum aðstöðu til arðráns .. . Heyrzt hafði að Formósu- búar væru ekki mótfallnir því að njóta vemdar Bandaríkjanna og verndargæzlu Sameinuðu þjóðanna. Nú óttast þeir að landstjórnin ætli sér að mergsjúga þjóðina til styrktar hinni skjögrandi og gjörspilltu Nan- kingstjórn og ég held að ótti þeirra sé á rökum reistur (U. S. relations, síðu 309). Síðan segir í beinu framhaldi af skýrslunni (sama bók, sama síða): „í janúar 1949, þegar kommúnist- ar undirbjuggu sóknina yfir Jangtse- fljótið, var Wei landstjóra vikið frá störfum og Sjen Sjeng tók við og hélt áfram að treysta einræði hersins. Á síðustu mánuðum hefur íbúatala For- mósu aukizt um á að gizka 400 þús- und óbreytta borgara og rúmlega 180
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.