Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR jónmundur, gengur til hœgri: — Guðlast? Eða lof um kýmar? Jaspis vélritar einn staj. skeleggur: — Hann skrifar Jesús með é-i. jónmundur: — Brot á lögum um samræmda stafsetningu! skeleggur : — Hann skrifar kýrnar með d-i. jónmundur: — Hæpið lof um kýrnar! skeleggur: — Guðspjöllin nefna blóð. Blessaður dreyrinn dundi ... það er mergur í slíku! En volg kúamjólk í sambandi við Frelsarann ...? Ég segi fyrir mig: ég hef aldrei getað drukkið volga kúamjólk. Hann sýpur á glas- inu. JÓNMUNDUR: — Og af hverju eru kýrnar afturhyrndar? skeleggur: — Þess er ekki getið. JÓnmundur: — Þess er ekki getið? skeleggur: — Ekki einu orði. jónmundur: — Ogrun við heilbrigða skynsemi! skeleggur: — Og ef við spyrðum hann ... jónmundur: — Hefurðu spurt hann? skeleggur: — Það þýðir ekki að spyrja hann. Það er ekkert að marka hvað hann segir. jónmundur: — Það er nefnilega það. SKELEGGUR: — Aðalatriðið er það sem hann segir ekki. Hann gengur til hœgri. jónmundur: — Hvað er þá það sem hann þegir um? Jaspis vélritar nokkra staji. Jónmundur gengur að barnum. JÓNMUNDUR: — Ég legg höfuðáherzlu á að hann nennir ekki að vinna. Af þeim sökum er hann auralaus, og ... SKELEGGUR: — En hann er ekki peningalaus. JÓNMUNDUR: — Nú? SKELEGGUR: — Að minnsta kosti lifir hann. jónmundur : — Já, en hvernig lífi? skeleggur, liorjir fram: — Hundalífi. JÓNMUNDUR: — Af því hann nennir ekki að vinna! skeleggur: — En hann borðar samt. Hann klæðist fötum eins og við. Hann hefur herbergi á leigu. Hann hefur meira að segja sézt með hatt. jónmundur: — Hvaðan fær hann peninga? skeleggur: — Hann er á launum hjá Bílstjóraklúbhnum. JÓNMUNDUR: — Þvær hann upp? 186

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.