Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
skeleggur: — Að því þurfum við að komast, eins og ég sagði.
JÓNMUNDUR: — Og þykistu hafa fundið ráð til þess?
SKELEGGUR, gengur til hœgri: — Hvað þýðir að vera skorinorður, fyrst þú ert
með hugann annars staðar ?
jónmundur: — Ég er með hugann hvergi nema hér; vínið gerir mann sveim-
huga.
Hann gengur jram vinstra megin.
SKELEGGUR: — Sjáðu til: ég hef þegar leitt í ljós að eina ráðið er að taka
innan úr honum, rannsaka hjartað og nýrun, og viðbeinið . ..
jónmundur: — Allt neðan þindar er einkamál.
skeleggur: — ... þetta litla merkilega bein sem bindur líkamann saman .. .
JÓNMUNDUR: — Mér heyrðist þú segja lífbeinið!
SKELEGGUR: — Ég sagði viðbeinið.
JÓNMUNDUR: — Já, það er ofan þindar.
skeleggur : — Það er ekkert einkamál.
jónmundur: — Ekki frekar en skoðanirnar!
skeleggur: — Það er ... alþjóðlegt ...
JÓNMUNDUR: — Lögun þess já, notkun þess . ..
SKELEGGUR: — ... þjóðleg . . .?
jónmundur : — Já, eða óþjóðleg.
skeleggur: — Ha, ha, ha. Hann lyflir glasinu. Skál.
JÓNMUNDUR: — Mundum við þá ekki þarfnast skurðlæknis?
skeleggur: — Ég meina þetta, auðvitað, óeiginlega.
JÓNMUNDUR, lyftir glasinu: -— Skál.
JASPIS, lítur snögglega upp: — Madömuna dreymdi draum. Ég held hún hafi
sofið, hún segist hafa verið vakandi. Draumar, jafnvel í vöku, geta verið
minnisverð tíðindi, ekki satt? Aldrei dreymir vallarstarfsmenn. Það hefur
sagt mér maður. Það sýnir að það er ekki sama hvar maður sefur. Það er
jafnvel ekki sama hvort maður sefur á hörðu eða linu, hvort maður hefur
handlegginn undir höfðinu eða niður með síðunni. Mataræðið hefur líka
sitt að segja. Og hugrenningarnar. Já. Madaman hafði lagt sig inní stofu,
þið munið eftir glugganum sem veit út í garðinn. Allt í einu heyrir hún
þrusk. Hún rís upp og það var . . . það var hönd á glugganum. Hönd af
manni. Höndin strauk eftir rúðunni (Hann líkir eftir hreyjingum handar-
innar, með útspennta fingur.) hægt og mjúklega, jafn eðilega og þegar fólk
dr... dregur andann, eða ... dottar. Þá skildi Madaman að höndin var að
skrifa á rúðuna. Hann kreppir alla fingur nema vísifingur. Höndin skrifaði
188