Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 31
DOMSMALARAÐHERRANN SEFUR
nafnið hennar á glerið. Katrín. Hann skrijar nafnið með vísifingri í lausu
lofti. Og hún varð hrædd. Ægilega. Hún spratt á fætur, en það var þá eng-
inn sjáanlegur, í öllum garðinum ...
skeleggur, gengur til hans: — Mig langar að gefa þér ráð: ekki að blanda
Madömunni í pólitík.
jaspis: — I pólitík?
SKELEGGUR: --Já, í pólitík.
JASPIS: — Kallið þið þetta pólitík?
JÓNMUNDUR, gengur að barnum: — Við vorum að tala um pólitík.
skeleggur, gengur framar hœgra megin: — Hins vegar kæmi sér betur fyrir
Madömuna, og okkur, að hún kjósi rétt.
jónmundur: — Vegna afkomumöguleikanna.
skeleggur, horfir fram: — Já, og sambandanna.
jónmundur: — Vegna ættjarðarástarinnar.
skeleggur: — Og alþjóðaálitsins.
jónmundur: — Vegna þegnskyldunnar.
skeleggur: — Og jafnvægisins í byggð landsins.
jónmundur, við Jaspis: — Svo getur hún lagt sig!
skeleggur: — Ha, ha, ha, ha.
jónmundur: — He, he, he, he.
jaspis: — Ég hélt þið hefðuð kímnigáfu.
SKELEGGUR, snýr sér að honum: — Þetta var fáránlegt, ekki fyndið.
jaspis: — Þið hafið ekki auga fyrir hinu óvenjulega.
j ónmundur, horfir fram: — Það eru áhöld um hvort er algengara i dag, hið
venjulega, eða hið óvenjulega. Skeli, segðu honum eina af skrýtlunum þín-
um.
SKELEGGUR, snýr sér undan: — Ég er ekki í skapi til þess.
jÓnmundur: — Það verður að gera honum ljóst hvað er fyndið.
JASPIS, hrópar: — Þú hefur brugðizt mér!
jÓnmundur, gengur framar: — Gott og vel.
skeleggur, við Jaspis: — Var það ekki ég sem gerði þig að fulltrúa?
jaspis, hátt: — Þú hefur gleymt vöskunum!
jónmundur, við Jaspis: — Ég skal segja þér eina af skrýtlunum mínum, fyrst
Skeli bregzt.
skeleggur, við Jaspis: — Hvaða vöskum?
JÓNMUNDUR, horfir fram: — Frambjóðandi nokkur snæddi kvöldverð hjá
meðmælanda sínum, stórbónda í sinni sveit. A borðum var hafragrautur og
189