Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 32
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
súrt slátur. Frambjóðandinn seildist eftir sneið, en í umræðuhitanum —
þeir voru að tala um vegalagningu — gleymist honum að hann hafði náð
sér í sneið. Hann heldur á sneiðinni á gaffaloddinum, svona! og nú slær
hann í borðið, i ákafa umræðunnar, svona! Og . . . hvert haldið þið að
sneiðin hafi farið?
Þögn. Þeir horfa á hann.
JASPis: — Upp í hreppstjórann.
JÓNMUNDUR: — Hvaða hreppstjóra?
jaspis: — Hreppstjórann!
JÓNMUNDUR: — Stórbóndinn var ekki hreppstjóri.
jaspis: — Nú?!
JÓNMUNDUR: — Hann var oddviti.
SKELEGGUR, horfir jram: — Fulltrúar í málsmetandi stofnunum þekkja mun á
hreppstjórum og oddvitum.
Þögn.
jaspis: — Hvert fór þá sneiðin?
jónmundur: — Oní...
JASPIS, ákajur: — Oní hafragrautardiskinn.
JÓNMUNDUR: — Elskan mín, það mundi ekki vera fyndið: þangað átti hún að
fara í rauninni.
JASPIS, lágt: — Ég átti við disk .. . húsráðandans.
SKELEGGUR, horfir jram: — Húsráðendur til sveita kallast bændur.
JÓNMUNDUR, blátt ájram: — Sneiðin fór oní mjólkurkönnuna.
Hann lítur til þeirra.
jónmundur: — Sneiðin fór oní blárósóttu mjólkurkönnuna.
Þeir hlœja allir þrír hátt og jafn lengi.
jónmundur, við Jaspis: — Þetta er sko fyndið.
SKELEGGUR, við Jaspis: — Hvað varstu svo að væna mig um gleymsku.
JASPIS: — Ég? ...
SKELEGGUR: — Já þú. Ég heimta skýringu.
jaspis: — Madaman snýr sér enn til veggjar.
skeleggur: — Og hvað kemur það vöskum við?
JASPIS: — Ég hef ekki enn fengið vaskana.
SKELEGGUR: — Ah, nú man ég það. Þú impraðir á því í fyrri viku. Ég gaf þér
gott orð.
JASPis: — Mig vantar yfirfærsluleyfi.
skeleggur: — Mundi, þú heyrir það: hann er í nauðum.
190