Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 33
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR
JÓNMUNDUR, gengur að barnum: — Ég niundi reyna að liggja upp við vegg.
skeleggur, við Jaspis: — Hefurðu reynt að liggja upp við vegg?
jaspis: — Það ber að sama.
skeleggur: — Ótrúlegt.
jaspis: — Hún snýr sér fram að stokk.
jónmundur: — Hvar er stúlkan uppalin!
JASPIS: — Ég hef líka reynt að liggja til fóta.
jónmundur, snýr sér undan: — Helvítis vaskarnir!
SKELEGGUR, horfir fram: — Grænir, var það ekki?
JASPIS: — Jú, grænir. Tíglarnir í baðherberginu eru nefnilega svartir.
skeleggur, horfir fram: — Þú heyrir það, Mundi.
jónmundur, bak við þá: — Ég er enginn bankastjóri.
skeleggur: — Þú ert áhrifamaður.
JÓnmundur: — Ungir menn eiga ekki að ganga á lagið.
SKELEGGUR: — Æskan í dag er öðruvísi en æskan var í gær. Hún vill lifa
mannsæmandi lífi.
jónmundur: — Ég kostaði mig sjálfur á lýðháskóla.
SKELEGGUR: — Jaspis minn hefur líka sitt hjá sér; hann er nú að semja
doktorsritgerð um Norskulög Kristjáns 5.
jónmundur: — Ég hef ekki gleymt því hver gerði mig að ráðunaut.
jaspis, við Jónmund: — Ég hef engu gleymt. Það varst þú sem gerðir mig að
skrifstofustjóra. Það er ekki af vanþakklæti ... heldur út úr neyð.
jónmundur, snýr sér við: — Ungir menn eiga að þegja. Og bíða ... Senn
kemur röðin að þeim.
skeleggur, við Jónmund: — En röðin er komin að honum, Mundi. Hann er
farinn að grána í vöngum. Sérðu ekki hvar hann situr?
jónmundur: — Að minnsta kosti stendur ekki á honum!
Hann tekur út úr glasinu, hellir í það ajtur. Þögn.
skeleggur, horfir fram: — Jæja! ekki dugir þetta. Eitthvað verður maður að
gera.
Þögn.
skeleggur: — Ja, ég er ekki vanur að lofa upp í ermina á mér.
Þögn.
SKELEGGUR: — Mín loforð hafa staðið hingað til, þau hljóta að standa héðan
í frá. Við Jaspis. Ég mæli með láni.
jaspis: — Ég þarf líka styrk.
skeleggur: — Hvað háan?
191