Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR JÓNMUNDUR: — Ég hef lesið sögu lands míns. Við höfum aldrei sótt stoltið í askana. skeleggur: — Hordauðinn var nú líka algengur. jónmundur: — Hordauðinn orsakaðist miklu fremur af verzlunarhöftum og óáran en lærdómi. Lœgra. Vertu nú ekki afbrýðisamur. SKELEGGUR: — Ég lít á staðreyndirnar. Þeir sem læra grammatík draga ekki fisk. jónmundur: — Grammatíkin hefur verið mér hlíf í pólitíkinni. SKELEGGUR: — Nú skilst manni hvers vegna Flokkurinn tapar fylgi! jónmundur: — Fylgi Flokksins eykst. SKELEGGUR: — Tapaði hann ekki íylgi í seinustu kosningum? jónmundur: — Atkvæðamagnið var meira, þó prósenttalan lækkaði. skeleggur : — Þingmönnunum fækkaði. jónmundur: — Vegna breyttra kosningalaga! SKELEGGUR: — Hjátrúarfulli auðnuleysingi. jÓnmundur: — Kúgaða manngerpi. skeleggur: — Þú flaggar yfir eigin hundaheppni. jónmundur: — Þú gyllir brama þinn fyrir lýðnum. skeleggur: —Bu! loki, fœrist nœr þeim: — Sussu, sussu! jónmundur: — Ba! JASPIS, hefur hlaupiS inn í liœgra hornið (hann er haltur), og hringir bjöll- unni: — Hljóð í salnum! skeleggur, við Jónmund: — Irr! loki: — Gætið tungu yðar, herrar mínir. JÓNMUNDUR, við Skelegg: — Arr! loki: — Stillið yður! báðir, snúast að Loka: — Urr! LOKI, hörfar: — Ég bið forláts. Hann hneigir sig. bÁðir, við Loka: — Irrr! Arrr! Urrr! loki, hörfar aftur á bak yfir sviðið: — Forlátið hamsleysi mitt. JASPIS, hejur stigið upp á pallinn, hringir bjöllunni ákaft: — Þögn í salnum! Þögn í salnum! Jónmundur og Skeleggur átta sig. Þeir snúa til vinstri, rœskja sig, laga bindin ... Loki sýpur á glasinu. MYRKUR 196

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.