Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 39
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR SÍÐARA ATRIÐI Jónmundur og Skeleggur eru enn að snyrta sig. Jaspis er á leiðinni út í horn með bjölluna. skeleggur, ræskir sig, við Loka: — Þér hafið ekki svarað spurningum okkar enn. Jaspis fer ajtur til sœtis síns. LOKi: — Ég leyfi mér að koma með málamiðlun. jónmundur, rœskir sig, við Loka: — Þér gátuð ekki leyst úr spurningunum. loki : — Það er satt. Hann gengur innar hœgra megin. skeleggur, við Jónmund: — Er hann þá vitlaus? JÓNMUNDUR: — Hann hefur minnsta kosti fallið á gáfnaprófinu. LOKI, snýr sér við: — Lofið mér að koma með málamiðlun. SKELEGGUR, ejtir þögn: — Ókey. Jaspis vélritar nokkra stafi. JÓNMUNDUR, gengur til hœgri: — Ókey. Loki gengur að barnum. SKELEGGUR, gengur til hœgri: — Ókey! Hann snýr sér við. Hver er þá mála- miðlunin? LOKI, hellir kokteil í glasið: — Herrar mínir! Mér var mikið niðri fyrir á leiðinni hingað, eins og gefur að skilja: ég fékk ordru. Við aðaldyrnar varð ég að snúa við. skeleggur: — Af hverju? LOKi: — Dyrabjallan virtist vera biluð. JÓNMUNDUR, við Skelegg: — Ekki heyrðum við neina hringingu! LOKi: — Ég gekk yfir fyrir húsið, í von um að þvottahúsglugginn væri geng- ur. Hann var þá bundinn aftur. skeleggur: — Með hverju? loki: — Með niðurstöðu. jónmundur, við Loka: — Þá hafa verið góð ráð dýr. skeleggur, við Jónmund: — Ég hefði farið út í mjólkurbúðina á horninu. Þar er sími. JÓnmundur, við Skelegg: — Það var komið fram yfir lokun! skeleggur: — Ja, hver fjárinn. Loki sýpur á glasinu. SKELEGGUR, við Jónmund: — Hvað hefðir þú gert í hans sporum? 197

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.