Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR jónmundur: — Heyrðu! er hún ekki oftast í bíkíní? Skeleggur reiðir upp hnefann. jónmundur: — Nú, svona er æskan í dag. JASPIS, stendur upp, hátt: — Ehemm. Þeir líta til hans. SKELEGGUR, gengur til hans: — í öllum bænum ... jaspis, hátt: — Á ekki að skrá manninn áður en yfirheyrslan byrjar? skelegguR: — Hvað heyri ég! Við Jónmund. Höfum við gleymt að skrá manninn! Það hlaut að lá að. Við Jaspis. Engar vífilengjur! jaspis: — Hvaða eyðublað? skeleggur: — Það svarta. Jaspis setur hvíta örk með svörtum ramma í ritvélina. skeleggur, gengur til Jónmundar: — Ef okkur lízt færum við hann seinna yfir á það hvíta. jónmundur, horjir fram: — Nú reynum við stöngina. JASPis, hátt: — Nafn. skeleggur, við Jónmund: — Stöngina? loki, kemur framar, hœgra megin: — Loki heiti ég. Jaspis vélritar. jónmundur, við Skelegg: — Já, nú reynum við bambusstöngina. jaspis, við Loka: — Faðir? jónmundur: — Og beitum flugu. loki, við Jaspis: — Um það get ég ekkert fullyrt, kollega. Jaspis vélritar. skeleggur, við Jónmund: — Flugu? jaspis, við Loka: — Fæðingardagur og ár? J ÓNMUNDUR, bendir fingrinum upp: — Já, nú beitum við randaflugu. loki, við Jaspis: — Ég segi þér satt, kollega, um það hef ég enga hugmynd. skeleggur, við Jónmund: — Ég segi þér satt, Jónmundur, hún er trúlofuð. jaspis, við Loka: — Fæðingardagur og ár? SKELEGGUR, við Jónmund: — Er það þá ætlunin að hann bíti ekki á? jaspis, við Loka: — Fæðingardagur og ár? jónmundur, við Skelegg: — Hvað mundirðu gera í hans sporum, eigandi ekki neitt, en vera boðið allt ? skeleggur: — Ef hann er vitlaus er hann auðvitað hættulaus. JASPIS, við Loka: — Fæðingardagur og ár? JÓNMUNDUR: — Ef hann er vitlaus er auðvitað allt í keyi. En er hann vitlaus? 200

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.