Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR JÓNMUNDUR, lekur skrej til Loka: — Hverjum kemur við hvað ég á eða á ekki. SKELEGGUR, horfir fram: — Skipasmíðastöðin mín í Noregi er einkamál. jÓnmundur: — Má ekki Skeli eiga einkamál eins og Pétur eða Páll? skeleggur, tekur skref til Loka: — Hver er líka þessi Pétur og þessi Páll? jÓnmundur, kerrtur: — Vel á minnzt: hver er þessi Pétur og þessi Páll? SKELEGGUR: — Páll étur vitleysurnar upp eftir Pétri. jÓnmundur: — Pétur tyggur upp þvaðrið úr honum Páli. SKELEGGUR: — Sameiginlega eru þeir vitlausari en sitt í hvoru lagi. jónmundur: — Samkvæmt kenningunni um múgsefjun. SKELEGGUR, við Jónmund: — Og ef Jón bætist nú í hópinn. jónmundur: — Ég segi nú ekki margt. skeleggur: — Það tekur engu tali! JÓNMUNDUR: — Þeir hafa enga stefnu. SKELEGGUR: — Bara hjartalag. jónmundur: — Mannsæmandi líf er skilyrði fyrir velmegun. skeleggur: — Mannsæmandi líf er skilyrði fyrir velmegun. báðir, fram í salinn, hátt: — Okkur er alvara. skeleggur, við Loka: — Og hvað eruð þér að fara með þessu grufli? jónmundur, við Loka: — Hvað eruð þér að meina með þessum söngvum? skeleggur: — Þér sáið óánægju ... JÓNMUNDUR: — Þér plantið efa .. . Skeleggur: —... með þessu grufli ... JÓNMUNDUR: — ... með þessum söngvum .. . skeleggur : — ... valdið þér róti. JÓNMUNDUR: — Við viljum hafa frið í samvizkunni. SKELEGGUR: — Við viljum hafa frið í samvizkunni. JÓNMUNDUR, með fingur á tofti: — En sjórinn var ekki sléttur fyrir. SKELEGGUR, við Jónmund: — Sjórinn var úfinn. jónmundur: — Holskeflurnar ... skeleggur: — Brotsjóirnir ... JÓNMUNDUR: — ... buldu á strandlengjunni. SKELEGGUR: — ... á herðum okkar. JÓNMUNDUR: — Okkur langar til að benda yður á eitt. skeleggur: — Við viljum sýna yður fram á nokkuð. jónmundur: — Við erum senterar í sífellt framlengdum fótboltaleik. skeleggur : — Alþýðan er hinumegin. 202

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.