Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 49
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR skeleggur: — Voíf. Voff. Þeir kveikja í vindlunum. iðunn, við Loka: — Vélritaðu! Skeleggur tekur hattinn sem hangir á veggnum hœgra megin, og setur hann upp. Loki vélritar þrjá stafi meS erjiðismunum. iðunn, við Loka: — Vélritaðu! Vélritaðu! Jónmundur tekur hattinn sem hangir á veggnum vinstra megin, og setur hann upp. Loki vélritar með erfiðismunum. iðunn, reiðir upp gítarinn: — Vélritaðu! Vélritaðu! Vélritaðu! Skeleggur og Jónmundur ganga jram sviðið, sá fyrri hœgra megin, hinn síðari vinstra megin. Fremst taka þeir hattana ojan hvor fyrir öðrum og hneigja sig lítið. jónmundur: — Ja, góðan daginn. SKELEGGUR: — Nei! góðan daginn. Þeir heilsast með handabandi. JÓNMUNDUR: — Jæja, þá er þessu að verða lokið. SKELEGGUR: — Skyldi þeim hafa leiðzt? JÓnmundur: — Hverjum? SKELEGGUR, bendir með vindilinn milli fingranna: — Þeim þarna ... í móð- unni? jónmundur: — Abyggilega. Þau halda við séum með grín. skeleggur: — Bara þau hefðu nógu ríka kímni til að taka okkur í alvöru. Þeir snúa til vinstri og ganga hægt út af. JÓnmundur: — Hvað er annars títt? SKELEGGUR: — 0, allt nógu vítt. jónmundur: — He, he, he. SKELEGGUR: — Ha, ha, ha. JÓnmundur: — Nýi fulltrúinn tekur framförum? skeleggur: — Við höfum tekið af honum handjárnin. JÓnmundur: — Það kalla ég bara gott. Ekki lengra en er síðan hann byrjaði! skeleggur: — Strokið hljóp undir eins í hann, maður. JÓnmundur: — Er það virkilegt? SKELEGGUR: — Já. Við urðum að hefta liann í morgun. jónmundur: — Eigi má sköpum renna! skeleggur: — Það var nú ekkert, í sjálfu sér, að þurfa að hefta hann. Okkur ætlaði ekki að takast að finna passandi efni í haft. Hann rykkti öllu í sund- 207

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.