Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fram í fyrsta kafla bókarinnar: ís- land byggðist jyrst úr Noregi á dög- um Haralds hins hárjagra ... En þá varð för manna mikil mjög út hing- að úr Noregi, til þess unz konung- urinn Haraldur bannaði, af því hon- um þótti landauðn tiema. Af þessum ummælum Ara má sjá, að hann virð- ist hafa talið flesta landnámsmenn komna frá Noregi, og raunar kemur það hvergi fram í íslendingabók, að landnámsmenn hafi komið hingað frá öðru landi. Ef vér berum þetta saman við Landnámu, sjáum vér merkilegt misræmi á frásögn þess- ara tveggja rita. Landnáma segir ský- laust um suma landnámsmenn, að þeir hafi komið hingað vestan um haf, enda bera ýmsir þeirra keltnesk nöfn. Auk þess getur Landnáma um nokkra menn, sem komnir voru frá Svíþjóð. Ástæðan til þess, að Ari hirðir ekki um að minnast á aðra landnámsmenn en þá, sem frá Nor- egi voru komnir, virðist í fljótu bragði vera sú, að hann var að semja stutta greinargerð handa útlending- um og varð af þeim sökum að gera uppruna þjóðarinnar eins einfaldan og unnt var. Honum hefur því ekki fundizt taka því að geta um vestræna landnámsmenn í slíku riti, að naum- ast hefur þar verið um að ræða öllu fleiri en tíunda hluta allra landnáms- manna. í Landnámu er hins vegar verið að fjalla um einstaklinga, og þar er þess oft getið, hvaðan land- námsmenn komu, sumir frá Noregi og sumir af öðrum löndum. En auk þess sem Ari staðhæfir, að ísland hafi byggzt úr Noregi, velur hann úr fimm landnámsmenn og gerir sérstaka grein fyrir uppruna þeirra. Fyrst getur hann um Ingólf Arnar- son: Ingólfur hét maður norrœnn, er sannlega er sagt, að fœri jyrst þaðan (þ. e. a. s. frá Noregi) til ís- lands, þá er Haraldur hinn hárfagri var 16 vetra gamall. Það var að sjálf- sögðu eðlilegt, að Ari minntist sér- staklega á Ingólf, þar sem hann var talinn fyrstur landnámsmanna, en þó verður ekki annað sagt, en að eitthvað skorti á þessa frásögn. Eina vitneskj- an, sem Ari lætur oss í té um þennan frumkvöðul byggðar í landi voru, er sú, að maðurinn hafi verið norrœnn, og komið hingað frá Noregi. Ari get- ur þess ekki, hvers son hann var, né heldur hverjir forfeður hans hafi ver- ið, né hvaðan úr Noregi hann komi. En hitt virðist í sjálfu sér vera full- mikið í svo fátækri frásögn að geta þess um Ingólf, að hann hafi bæði verið norrænn og komið frá Noregi. Sé hugtakið norrænn notað í merk- ingunni norskur (frá Noregi), er því auðsæilega ofaukið. Vér getum naum- ast varizt þeirri hugmynd, að Ari sé með þessari tvítekningu að knýja fram þá skoðun, að Ingólfur hafi ver- ið norskur. Hins vegar er Ingólfur talinn vera af dönskum uppruna í fornum ættartölum. 214
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.