Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 57
ARI FRÓÐI OG FORSAGA ÍSLENDINGA Orðið norrœnn er einnig ótæpilega notað í lýsingum hinna landnáms- mannanna íjögurra: Hrollaugur, sonur Rögnvalds jarls á Mœri, byggði austur á Síðu. Þaðan eru Síðumenn komnir. Ketilbjörn Ketilssonur, maður nor- rœnn, byggði suður að Mosfelli hinu efra. Þaðan eru Mosfellingar komnir. Auður dóttir Ketils flatnefs, hersis norrœns, byggði vestur í Breiðafirði. Þaðan eru Breiðfirðingar komnir. Helgi hinn magri, norrœnn, sonur Eyvindar austmanns, byggði norður í Eyjafirði. Þaðan eru Eyfirðingar komnir. Landnámsmenn þessa hefur Ari valið af stakri alúð og þekkingu. Þau voru öll göfugra ætta, og til þeirra áttu biskupar landsins fyrir og um daga Ara ættir sínar að rekja. í öðru lagi námu þau lönd sitt í hverjum landsfjórðungi. Þessir fjórir land- námsmenn eru því fulltrúar fyrir heildina, á sömu lund og sagnfræð- ingar annarra þjóða röktu uppruna og feril þeirra eftir ættum konunga. í viðbæti íslendingabókar rekur Ari svo ættir frá þessu fólki til biskup- anna, en staða þeirra var hin virðu- legasta með þjóð vorri, því að hér tíðkuðust aldrei konungar. Með greinargerð þessari fyrir fjór- um landnámsmönnum fræðir Ari oss um nöfn feðra þeirra, en lengra aftur rekur hann ekki uppruna þjóðarinnar í íslendingabók sjálfri. Um frásögn Ara er það annars sérstaklega eftir- tektarvert, að hann tekur það fram um þrjú, að þau hafi verið norrœn, eða átt norrænan föður. Eini maður- inn, sem kemur frá tilteknu fylki í Noregi, er Hrollaugur, en þess er ekki getið, að hann hafi verið norrænn. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvers vegna Ari leggur svo mikla áherzlu á norrænan uppruna hinna landnáms- mannanna. Svarið við slíkri spurn- ingu er engan veginn eins einfalt og margir munu hyggja. Nú er það al- kunna, að Landnáma fræðir oss margt um þetta fólk. Samkvæmt henni kom Auður djúpúðga hingað frá Skotlandi og hafði dvalizt langdvöl- um fyrir vestan haf, áður hún fluttist hingað í elli sinni. Maður hennar var herkonungur á írlandi og sonur henn- ar barðist til landa á norðanverðu Skotlandi. Þeir voru báðir fallnir frá, þegar Auður nam land í Breiðafirði, og hingað kom hún með barnabörn- um sínum. Þótt Ari hermi það rétt, að faðir Auðar hafi verið hersir nor- rænn, þá er hitt miklu merkilegra, hverju hann sleppir í greinargerð sinni um Auði landnámskonu og fjöl- skyldu hennar. Auk þess, sem Auður sjálf virðist hafa átt lengstum ævi heima fyrir vestan haf, voru barna- börn hennar komin af írsk-sænskum ættum öðrum toga. Þó er hitt enn undarlegra, að Ari tekur fram um Helga magra, að hann hafi verið norrænn. Nú var Helgi 215
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.