Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sænskur í aðra ættina (Eyvindur aust- maður, sem Ari nefnir, var frá Gaut- landi) og írskur í hina. Og Helgi var fæddur í Suðureyjum, en alinn upp á írlandi. Ástæðulaust er að efast um frásagnir Landnámu af Helga magra og uppvexti hans, og því koma ekki til greina nema tvær skýringar á notkun orðsins narrænn í sambandi við Helga magra. Annaðhvort notar Ari orðið í merkingunni mæltur á nor- ræna tungu, ella hefur hann vísvitandi vikið frá hinu gullvæga boðorði sínu, að skylt sé að hafa það, sem sannara reynist. Um fyrri skýringuna er það skemmst að segja, að hún er er engan veginn óhugsandi. Það er alkunn að- ferð í fornum sagnaritum, að menn (eða þjóðir) séu sérkenndir með þeirri tungu, sem þeir tala. En slíkt er þó ekki tekið fram nema svo hagi til, að um fleiri en eina tungu geti verið að ræða. Hér á landi virðast einungis tvær tungur hafa verið talað- ar að fornu, svo að nokkru nemi: móðurmál vort og írska. Engar heim- ildir eru fyrir því, að írskan hafi ver- ið langæ hérlendis. Efalaust hefur hún liðið undir lok þegar á tímum heiðni. Af þeirri ástæðu þurfti Ari ekki að taka fram sérstaklega, að Helgi magri hafi verið mæltur á norræna tungu. Á dögum Ara og raunar um langan aldur áður voru allir íslendingar mæltir á eina tungu. Síðari kosturinn virðist því vera einhlítur. Fullyrðing Ara, að Helgi hafi verið norrænn, er blekking. Og yfirleitt veikir hin mikla áherzla, sem Ari leggur á norrænan uppruna hinna fimm landnámsmanna, traust vort á heimildargildi íslend- ingabókar um uppruna þjóðarinnar. Af íslendingabók sjálfri verður þetta ráðið um uppruna þjóðarinnar, og þó verður að taka það af varúð: landnámsmenn komu yfirleitt frá Noregi; fjórir nafngreindir land- námsmenn voru norrænir, hinn fimmti sonur jarls á Mæri í Noregi; af fimm landnámsmönnum nefnir hann einungis föðurnöfn fjögurra; af fimm landnámsmönnum nefnir hann ekki, frá hverjum stöðum þeir komu, og einungis um einn þeirra, úr hverju fylki hann var runninn. Þótt greinargerð Ara um uppruna íslendinga sé svo áfátt, sem hér hefur verið lýst, mun hún einkum hafa vald- ið þeirir alkunnu hugmynd, að ís- lendingar séu að mestu leyti norsks uppruna. Enginn myndi fá slíkt ráðið af Landnámu, því að hún þegir um upprunann á miklum fjölda land- námsmanna. Hins vegar hafa ýmsir fræðimenn ekki hikað við að telja þá landnámsmenn norska, sem Land- námubækur gera enga grein fyrir uppruna þeirra. Slíkt er algerlega ó- tækt og heimildarlaust. í þessu sam- bandi má benda á, að sumir þeir menn, sem Landnáma getur ekki um, hvaðan hafi komið, eru auðsæilega vestræns uppruna. Auk íslendingabókar reit Ari nokk- 216
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.