Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR frásagnir voru ekki einungis hafðar í minnum, svo að hægt væri að skemmta mönnum með þeim, heldur höfðu þær fræðilegt gildi um forsögu þjóðarinnar. í öðru lagi má kynnast ýmsu í trú og sið forfeðra vorra með því að kanna goðakvæði og goðsögur. Um ýmis goðakvæði hafa fræðimenn karpað, hvort þau séu heldur norsk eða íslenzk. I rauninni er það næsta fátt, sem styður norskan uppruna þeirra. Hins vegar má færa rök að því, að sum þeirra kunni að vera eldri en íslands byggð og því séu þau ekki íslenzk í þrengsta skilningi. En sé skoðun Barða Guðmundssonar hlítt, að þjóðin sé eldri en byggð landsins, verður málið allt skiljanlegra. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort slík kvæði ber ekki að telja fremur séreign íslenzka þjóðflokksins heldur en sameign norska kynstofnsins. Með því að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll, að íslenzka þjóðin sé einungis hluti af Norðmönnum, hafa margir fræðimenn falsað heimildargildi goðakvæðanna. Nú er því svo háttað um mörg þeirra, að engin rök verða færð fyrir norsku heimkynni þeirra, nema barnatrú manna um norskan uppruna íslendinga verði talin til raka. Það er í sjálfu sér engin ástæða til að halda því fram, að elztu goða- kvæði séu fremur ort í Noregi en í Svíþjóð. Þess má til að mynda geta um Hávamál, að í þeim koma fyrir málseinkenni, sem benda fremur til sænsku en norsku. Fornaldarsögur og fornkvæði vor eru í rauninni elztu fornminjar, sem vér eigum. Þetta skildist hinum fróðu mönnum á 12. og 13. öld, og því hik- uðu þeir ekki við að beita þeim í því skyni að sýna, hvaðan þjóðin var runnin. í ættartölu Ara fróða, landfræði- ritinu og Ynglinga sögu eftir Snorra Sturluson hillir undir þá hugmynd, að forfeður vorir séu komnir til Svíþjóð- ar sunnan úr álfu. Nú er það alkunna, að Snorri studdist einkum við Yngl- ingatal Þjóðólfs úr Hvini, en í því kvæði kemur slík hugmynd ekki fram. Kafli Snorra um þjóðflutninga að sunnan til Svíþjóðar mun tvímæla- laust vera sóttur til innlendra fræða. Hér hafa því geymzt ævaforn minni um þjóðflutninga sunnan úr álfu til Norðurlanda. Hugmyndir þessar virð- ast vera sérstæðar fyrir íslendinga, enda munu þær lúta að forsögu ís- lendinga fremur en annarra þjóð- flokka í Norður-Evrópu. 220

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.