Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 65
TVÖ RIT UM SJ ÁLFSTÆÐISBARÁTTU ÍSLENDINGA Á 19. ÖLD um í erlendri sagnfræði. Menn eru farnir að beina rannsóknum sínum að nafnlausum múgnum og hafa komizt að merkilegum niðurstöðum. A ís- landi, landi fámennisins og ættvísinn- ar, erum við svo vel settir, að við get- um greint „múginn“ í einstaklinga og jafnvel ættfært hann, en Lúðvík Krist- jánsson hefur orðið einna fyrstur til þess hér á landi að tengja hina yfir- lætislausu tilveru alþýðunnar við „þjóðarsöguna“, svo sem það orð er venjulega skilið. Þess var sannarlega mikil þörf að kanna hið félagslega baksvið Jóns Sigurðssonar á Islandi, rannsaka það lið, er hann studdist við heima fyrir. Hann gat aldrei smækk- að við þá rannsókn, hins vegar varð hann skilj anlegri, og svo lífsverk hans. Lúðvík Kristjánsson sá að þarna var viðfangsefni, sem þurfti að leysa, og framlag hans þar er allt hið merkilegasta. Saga íslands er í mörgum efnum mjög sérstæð, ekki sízt á 19. öld. Sú barátta er Jón Sigurðsson háði verð- ur sögulega séð lögð að jöfnu við þá þjóðfrelsisbaráttu, sem háð var í Dan- mörku og víðar á meginlandi Evrópu um sama leyti. Þessi barátta var póli- tísk lífstjáning borgarastéttarinnar. En á íslandi var engin innlend borg- arastétt til. Þar voru bara til bændur og konunglegir embættismenn. Hinir skólagengnu íslenzku sveitapiltar í Kaupmannahafnarháskóla drukku í sig borgaralegar stjórnmálahugmynd- ir í erlendu þjóðfélagi og urðu að boða þær bændaþjóð, þar sem félags- leg verkaskipting var tæplega til. En þó má sjá þess merki, að á uppvaxtar- og manndómsárum Jóns Sigurðsson- ar er að komast nokkurt los á þetta ís- lenzka bændaþjóðfélag, vísir að nýj- um stéttum er að myndast, innlendir kaupmenn rísa upp og hefja þilskipa- útgerð, innlend verkamannastétt, sem ekki telst til hjúa og ekki er undirorp- in húsaga, er að vaxa úr grasi. Hvar verður þessi breyting fyrst á íslandi? 1 Vestfirðingafjórðungi! Það er eng- in tilviljun, að kaupmennirnir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum verða svo ákafir fylgismenn Jóns Sigurðs- sonar, að bændur og embættismenn Vestfirðingafjórðungs fylkja sér um merki hans. Á þessum slóðum má merkja fyrstu lífshræringu borgara- legs þjóðfélags á íslandi og því féll hinn pólitíski boðskapur Jóns þar í frjórri jarðveg en víða annars staðar. Lúðvík Kristjánsson sér þetta sam- hengi mjög Ijóslega og gerir skýra grein fyrir því í niðurstöðukafla síð- asta bindis Vestlendinga. Saga Lúðvíks hefst vestur á Flatey á Breiðafirði og þar hóf hann einnig rannsóknir heimilda sinna, á kistu- botni í bókasafni eyjarinnar varð honum margt til fanga. En eins og saga hans heldur síðan inn á þjóð- braut íslands, eins varð hann um framhaldið að leita heimilda á skjala- söfnum landsins. Þetta mikla rit hvíl- 223
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.