Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ir að langmestu Ieyti á rannsókn ó-
prentaðra frumheimilda og þar hafa
bréfasöfn Jóns Sigurðssonar og
Bjarna amtmanns Thorsteinssonar
orðið honum drýgst. Enginn maður
hefur ausið af þessum fjársjóði ís-
Ienzkra söguheimilda, sendibréfun-
um, eins og Lúðvík Kristjánsson.
Hann hefur þann hátt á að láta bréfin
sjálf tala. Um það má deila, hvort sú
aðferð sé rétt að fylla textann með
orðréttum tilvitnunum frumheimild-
anna. Persónulega hefur mér fundizt
þetta varhugavert til þessa, en eftir
lestur Vestlendinga get ég í rauninni
fellt mig vel við þessa aðferð í fram-
setningu, bæði vegna þess, að hér er
um að ræða óteljandi fjölda smárann-
sókna, þar sem höfundurinn verður
að leiða vitni í máli sínu, og eins hins,
að Lúðvík er sérstaklega leikinn í að
hagræða skipulega tilvitnunum sín-
um, hefur fullt vald á hinu yfirgrips-
mikla efni, og ljóst er, að hann vitnar
ekki í heimildir sér til arkafyllingar.
í annan stað bregður fyrir vit manns
ilmi og anda tímans við lestur þessara
bréfatilvitnana, er mundi hverfa, ef
sagt væri frá í óbeinni ræðu eða út-
drætti.
Það er ekki ofsagt, að Lúðvík Krist-
jánsson hafi með þessu riti sínu opn-
að mönnum nýja útsýn yfir einn
merkasta kafla sögu vorrar. Auk þess
sem hann hefur leiðrétt margt, sem
áður var missagt, hefur hann dregið
fram í dagsljósið staðreyndir, sem áð-
ur voru að mestu huldar, og varpað
bjartara ljósi á ævistarf þess manns,
sem fyrirferðarmestur er í sögu ís-
lands á 19. öld. Hann hefur ekki að-
eins flutt Vestfirðingafjórðung inn í
þjóðarsöguna. Hann hefur fært Jón
Sigurðsson nær þessari sögu, og það
eitt er mikið afrek.
Ævisaga Jóns Guðmundssonar
ejlir Einar Laxness.
ísafoldarprentsmiðja og Sögufélag
gáfu út.
Það verður ekki ofsögum af þvi
sagt, hve mannfrœði í þrengri merk-
ingu hefur jafnan heillað íslendinga.
Saga einstaklinga og ætta hefur verið
viðfangsefni okkar síðan við lærðum
fyrst að draga til stafs, og í þessu efni
höfum við gert stórvirki fyrr á öldum
— hver man ekki Hungurvöku? —
og enn er það svo, að ævisöguritun
skipar mest rúm í íslenzkri sagnfræði,
þótt ekki risti hún alltaf djúpt né rísi
hátt. En hvað sem því líður, þá liggja
rætur þessarar tegundar sagnfræði
við upphaf íslenzks ritmáls og enn í
dag eru ævisögur íslenzkra manna
einhver vinsælasta lesning meðal þess
fólks, sem les ennþá bækur á íslandi.
Ég hef lengi talið ævisöguritun
eina erfiðustu grein sagnfræðinnar,
ef rétt er á haldið. Því að sá sem ritar
ævisögu er ekki aðeins að lýsa lífs-
hlaupi einstaklingsins, heldur verður
224