Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 68
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAR lýkur í raun og veru uin líkt leyti. Báðir eru þeir stj órnmálamenn hinna ráðgefandi þinga. En saga þeirra Jón- anna er svo fast samanofin, að bók Einars Laxness verður saga beggja. Einari þykir vænt um báðar söguper- sónur sínar, vill á hvorugan halla, en það er ekki trútt um að hann verði stundum í vandræðum að gera upp á milli þeirra, þegar þeim lendir saman. Og svo sem kunnugt er urðu um stund pólitísk vinslit með þessum gömlu samherjum, þótt þeir hafi skilið sáttir að kalla. Það er forvitnilegt að bera saman þessa tvo menn, sem telja má langsýnasta allra, er við stjórnmál fengust á íslandi á 19. öld. Þótt þeir væru samrýmdir samherjar lengst af að því er varðar meginatriði íslenzkra þjóðréttinda, voru þeir samt furðu ó- líkir, og Jón Guðmundsson gerði sér ljósa grein fyrir þessu. Hann var hinn styrkasti liðsmaður er Jón Sigurðs- son fór fyrir sveitinni, en virðist hafa skort pólitíska foringjahæfileika, eins og Einar Laxness drepur réttilega á. Svo sem sjá má af bréfum hans er hann haldinn allmikilli minnimáttar- kennd, treystir sér ekki til forustu á þingi þegar nafni hans er ekki nærri. En í hina röndina er hann sjálfstæður í skoðunum, lætur Jón Sigurðsson ekki kúga sig til skoðanaskipta, og fer sínar eigin götur, en á erfitt með að skipa um sig flokki. Það er mikið mein, að allflest bréf Jóns Sigurðsson- ar til nafna hans eru glötuð og hefur þar týnzt merkileg heimild um sögu 19. aldar, en af hinum mörgu bréfum Jóns Guðmundssonar má fá ljósa mynd af samskiptum þeirra. Eftir þeim heimildum rekur Einar Laxness upphaf að ágreiningi þeirra áður en hið bölvaða kláðamál kom til sögunn- ar. Ég sakna þess þó mjög, að hann skuli ekki minnast á eitt mál, sem varð þeim að sundurþykkju: málið um Ieyfi handa Frökkum til atvinnu- reksturs á íslandi, það hefði þó verið full ástæða til að rekja það mál nán- ar, og Jón Guðmundsson vaxið af. En ég sakna einnig margs annars í þessari stóru bók. Hvers vegna gerir höfundurinn aldrei sainanburðarlýs- ingu á lífskjörum þeirra nafnanna, Jóns Sigurðssonar, sem lifir alla stund góðborgaralegu lífi í Kaupmanna- höfn, í næði og fjarlægð til að íhuga málin frá háum sjónarhóli, og Jóns Guðmundssonar, sem elur allan sinn aldur í Reykjavík, svo þokkaleg sem hún var, í eilífum skæruhernaði við „höfðingjana“ og stiftsyfirvöldin, reynandi að blása lífsanda í „borg- ara“ og tómthúsmenn þessarar höfuð- staðarholu? Ég held að slíkur saman- burður hefði bætt nokkru við reisn Jóns Guðmundssonar. Hann berst við fjárþrot hálfsmánaðarlega í hvert skipti er hann verður að borga prent- unarkostnaðinn fyrir Þjóðólf, sem um mörg ár er málgagn Jóns Sigurðs- sonar á íslandi, og Einar Laxness hefði gjarnan mátt snupra forsetann 226
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.