Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 71
ERLEND TÍMARIT því að það mál vakti lítinn áhuga, að' það var litið á það sem aukaatriði, og að önnur verkefni voru álitin stórum mikilvægari. Uppbygging atvinnuveganna, endurhervæð- ingin, og framar öllu baráttan við Sovétrík- in voru hin nauðsynlegu verkefni, og öll kröfðust þau samvinnu við nazista. í ljósi þessara staðreynda verður hræsnin í lýð- ræðisyfirlýsingum stjórnmálamannanna í Bonn réttilega dæmd. Þessu nœst segir Heinz Abosch nokkuð jrá endurreisn nazista milli 1949 og 1958 og telur upp ýmsa „stórkarla“ nazismans sem komust ajtur í virSulegar stöSur: Krupp, Flick, Globke. í málaferlunum 1958 voru aSeins undirtyllur látnar sœta ábyrgS fyrir glœpi nazismans. „ÞaS telst þyngrí sök aS haja framkvœmt skipun en aS hafa gefiS hana. ... Óbreyttir hermenn og undirfor- ingjar eru dœmdir, en mjög fáir yfirforingf- ar og alls enginn ráSherra. DómsmálaráS- herra nazista Schlegelberger og saksóknarí ,,alþýSudómstólsins“ Lautz njóta hárra eft- irlauna." Dómstóllinn sem ákveSur aS Schlegelberger skuli veitt eftirlaun rökstyS- ur ákvörSun sína meS því aS „hann hafi ekki veriS sér þess meSvitandi að hann gerði annað en það sem skyldan bauð“. Síð- an segir höfundur: Hið gerræðisfulla val sem kemur fram í þessum málshöfðunum er engin tilviljun, heldur í samræmi við meginhagsmuni borg- arastéttarinnar. Ef dómstólarnir áttu að uppræta nazismann hefðu þeir orðið að taka til rannsóknar bandalag nazista og borgara- stéttarinnar. Og sú rannsókn hefði ekki að- eins snert liðna tíð heldur einnig vora daga. Jafnvel málshöfðun gegn undirtyllum er mjög sjaldgæfur atburður: það er reynt að gera sem alira minnstan hávaða, því enginn veit hversu færi fyrir hinum háttsettu að öðrum kosti. Samkvæmt hinni alþjóðlegu Sachsenhausen-nefnd hafa til að mynda að- eins tveir böðlar verið dæmdir af tvö hundr- uð sem kunnugt er um. Allir hinir fá að lifa í friði. Dómstólamir eru alltaf seinir til; þeir eru álíka varkárir eins og þeir ættu á hættu að dæma saklausa. Þeir reyna að teygja tímann, og þeim hefur orðið mikið ágengt: frá 8. maí 1960 að telja eru allir manndrápsglæpir fymdir, eftir fimm ár verða morð fyrnd. Fritz Bauer, opinber sak- sóknari í Frankfurt, upplýsir oss um þetta atriði: „Flest mál hafa verið höfðuð út af tilviljunarkenndum kærum einhvers vitnis eða fórnarlambs. Ég veit ekki til að hinar mörgu bækur um SS eða fangabúðirnar, gerðabækur og gögn Númbergréttarhald- anna hafi verið hagnýtt af opinberri hálfu.“ (Stimme der Gemeinde 22/1958.) Vér sjá- um síðar að réttvísin gengur miklu ötulleg- ar fram í því að dæma kommúnista eða þá sem taldir eru kommúnistar. Hverskonar formvastur og lögkrókar orka sem hemlar á framkvæmd raunverulegs rétt- ar. Til að geta dæmt er þörf vitna, en flest fómardýrin voru myrt og geta því ekki bor- ið vitni. Það er heppilegt fyrir böðlana sem enn em á lífi, og hin vesturþýzka rétt- vísi notar sér þá staðreynd. Þannig em ákærurnar vanalega byggðar á örfáum glæp- um, en fyrir flesta er látið óhegnt sökum skorts á „vitnum". í Sachsenhausen vom 40.000 fangar drepnir. En í málaferlum sem fóru fram í Dússeldorf i október 1960 var aðeins stefnt fyrir 27 morð. Hver hirðir um hin 39.973? Réttarforsetanum var meira í mun að sannfæra menn um vilja sinn til að gefa hinum ákærðu „sanngjörn tækifæri“. Það var litið svo á sem sökin væri þyngri ef fangabúðastjóri hafði sjálfur drepið mann „án þess að vera skyldur til þess sem liðs- foringi". Það er ábending um að virða her- agann út í æsar: drepið, drepið, en hlýðnist skipununum! Miklar umræður urðu um eftirfarandi atvik: Meðan á hengingu stend- ur slitnar snaran af hálsi hins dauðadæmda. Dómsforsetinn fáraðist yfir því að fómar- 229

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.