Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 73
ERLEND TÍMARIT og enginn þeirra virðingarmanna sem ferð- ast um heiminn til að lofa hið „nýja“ Þýzkaland hefur séð ástæðu til að fetta fingur út í það sjónarmið. Auðvitað er aldrei látið bóla á beinni samúð með nazist- um, heldur skýla dómararnir sér bak við form húmanískrar og varfærinnar réttvísi, svo varfærinnar að nazistarnir ganga oftast með sigur af hólmi ... NiSurlag greinarinnar er á þessa leiS: Aðfarirnar gagnvart vinstrimönnum aug- lýsa að lokum til fullnustu hið pólitíska eðli þessarar réttvísi. Þá er ekki hægt að saka dómstólana um seinlæti eða linkind: þá skal reiða fljótt og hátt til höggs. Meðlimir Friðarhreyfingarinnar eru dæmdir, komm- únistar eru saksóttir, eftirlaun og hætur eru teknar af mönnum sem voru í Kommúnista- flokknum eftir 1945, á tímabili þegar hann var ekki bannaður. f Vestur-Berlín var rit- höfundurinn Emst Niekisch, sem var árum saman í fangabúðum og orðinn nærri bMnd- ur, sviptur rétti til skaðabóta, vegna þess að hann hafði verið þingmaður á þingi Þýzka alþýðulýðveldisins eftir stríðið, en hers- höfðingjar og aðmírálar Hitlers njóta ríku- legra eftirlauna. Eins og áður eru vogar- skálar réttvísinnar misþungar eftir því hvort menn eru til vinstri eða hægri. Á þingi lögfræðinga sem haldið var í Hannover í febrúar síðast Mðnum skýrði lögfræðingurinn Ammann frá því að 14.000 opinberar rannsóknir hefðu verið fram- kvæmdar í málum vinstrimanna til þessa. 130 borgarar Alþýðulýðveldisins eru í fang- elsi, nokkrir þeirra starfsmenn bæjarstjórna sem eru sannir að þeirri sök að hafa reynt að stofna til opinberra samskipta við bæjar- stjórnir í Vestur-Þýzkalandi. Fyrirlesarinn sagði að dómarnir væru fremur reistir á andkommúnistískum áróðurskenningum en lögfræðilegum niðurstöðum: „Sögnin „að virðast" er mikið notuð. Því er til dæmis haldið fram að stjómarandstæðingur „virð- ist“ ógna tilveru Sambandslýðveldisins, og Alþýðulýðveldið er sagt ólöglegt ríki „að því er virðist". Annað eftirtektarvert atriði eru hinar óstaðfestanlegu „sannanir“ sem saksóknarar leggja fram. Þessar sannanir eru látnar í té af leyniþjónustunni. Amm- ann kemst að þessari niðurstöðu: „Full- komnu gjörræði er þannig hægt að beita án þess reistar séu við því nokkrar skorður." iDie Andere Zeitung, 6/1961.) Árið 1958 fór saksóknarinu í Lúneburg fram á sérstaklega stranga hegningu fyrir kommúnistíska starfsemi (tvö ár og sex mánuði) „með tilMti til þess að ákærði hef- ur þegar verið dæmdur tvisvar fyrir landráð í valdatíð Hitlers". (Frank/urter Rund- schau, 17. maí 1958.) Það sem er málsbætur einum þyngir sök annars. Það er fullkom- lega rökrétt en ekki sérlega lýðræðislegt. DómstóM í Beriín neitaði um skaðabætur (sem er algengt að veita verstu SS-böðlum eins og vér höfum séð) handa kommúnist- ískum verkamanni sem hafði verið tvö ár í fangelsi og sex í fangabúðum. Ekkert ein- kennir betur andlegt ástand í Vestur-Þýzka- landi en forsendur dómstólsins í Berlín: „Fangelsis- og fangabúðavistina er ekki rétt að skoða sem nationalsósíalistískt ofbeldi ... Starfsemi hinnar kommúnistísku and- spymuhreyfingar beindist gegn þjóðfélags- skipun þess ríkis sem þá var við lýði ... Sérhvert ríki, hvers eðMs sem það er, hlýtur að hafa rétt til að verjast stjórnarbyltingu ... í þessum skilningi ber að Mta á dóminn og fangabúðavistina sem varúðarráðstöfun, en ekki sem gjörræði ..(Kurt Hirsch, Die Blutlinie, Frankfurt 1960, bls. 175.) Þarna er ekki látið við það sitja að viður- kenna „dóma“ hitlersréttvísinnar, heldur em fangabúðir einnig taldar réttmætar stofnanir til að verja ríkið. Hvorki hefur herra Heuss, höfuðprestur húmanismans, né Adenauer, verjandi kristindómsins gegn bolsévismanum, mótmælt þessum ofbeldis- 231

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.