Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fulla dómi, sem er engin undantekning, heldur tjáning mjög útbreiddrar skoðunar, sem sækir sífellt á undir gunnfána and- kommúnismans er Hitler hóf að hún. Það er engin furða þó sú réttvísi er dýrk- ar Þriðja ríkið sem löglegt og löghlýðið ríki hiki ekki lengi við að sakfella kommún- ista. Hún hefur jafnvel ekki verið feimin við það lögbrot að kveða upp sektardóma yfir kommúnistum fyrir pólitískt starf sem unr.ið var áður en kommúnistaflokkurinn var bannaður. Nokkrir menn hafa verið dæmdir fyrir slíkar sakir ... Það er ekki fyrr en 21. marz þessa árs að stjómlagadóm- stóllinn í Karlsmhe kvað upp þana úrskurð að þessir dómar væru ólöglegir. En það er ljós vottur um ástandið að þeir tíðkuðust nokkur ár án þess tekið væri í taumana ... Nokkrum sinnum hafa samtök, sem mynd- uð voru til að bjóða fram til þingkosninga, verið bönnuð af þeirri ástæðu einni að ein- hverjir meðlimir þeirra hafa verið fyrrver- andi flokksmenn kommúnistaflokksins. Auðvitað hefur enginn flokkur verið bann- aður fyrir að hafa innan vébanda sinna fyrr- verandi nazista. Mál læknisins Doris Maase er gott dæmi. Hún hafði verið sex ár í fangabúðum Þriðja ríkisins og var bæjar- fulltrúi kommúnista í Diisseldorf frá 1948 til 1956. Af þeim sökum er frú Maase dæmd til að borga til baka þá upphæð sem hún hafði hlotið í skaðabætur og svipt örorku- styrk sínum: „Samkvæmt þeim gögnum sem vér höfum í höndum síðan 16. 12. 1960 er sannað að þér hafið barizt gegn hinni lýðræðislegu stjómskipan, eins og hún er skilgreind f stjómarskránni, síðan 23. 5. 1949, þar eð þér vomð félagi í þýzka komm- únistaflokknum og störfuðuð að þvf að framkvæma stefnuskrá þess flokks." (Die Andere Zeitung, 3/1961.) Flokkar kristilegra demókrata og sósfal- demókrata lofsyngja báðir „réttarríkið“, hafið yfir jarðneska ófullkomleika, og ginn- heilaga réttvísi þess. Ef á að taka þá trúan- lega ríkir þar hinn óháði réttur, óbundinn öllum þjóðfélagsöflum. Þær staðreyndir sem hér hefur verið getið og era táknrænar um hið almenna ástand, sanna hið gagn- stæða: ef vér væram alls ófróðir um stjóm- málaástandið í Vestur-Þýzkalandi mundi réttarfarið fræða oss um það. Það er í nán- um tengslum við pólitíska og þjóðfélagslega þróun síðustu tíu ára. „Umburðarlyndið" gagnvart nazistum, sem Adenauer hóf að boða þegar 1949 og hefur iðkað síðan, hefur mikilvægu pólitísku hlutverki að gegna, jafnvel þó það sé íklætt búningi kristilegr- ar fyrirgefningar. Með því er stuðlað að því að bandalag borgarastéttarinnar og fasism- ans haldist áfram: það ber að hrófla sem minnst við nazistum, sýkna stjómskipun þeirra, ákæra einstaklinga og helzt undir- tyllur. Með þeirri aðferð tekst að varðveita áfram vald borgarastéttarinnar yfir ríkinu og framleiðslutækjunum þrátt fyrir ófarirn- ar. Ef taka átti fyrir rætur glæpanna frá stjórnartíð Hitlers þurfti að mynda nýtt dómsvald sem hefði verið losað við hand- bendi ógnarstjórnarinnar. Og það hefði þurft að setja sérstaka löggjöf sem hefði hentað sérstökum aðstæðum eins og gert var í Núrnberg. Borgarastéttin þýzka kærði sig ekki um það. Hún stefndi ekki að réttlæti: það var vald hennar sjálfrar sem var í hættu. Hún kaus að vemda Globke, borga Schlegelberger, Lautz og Co., tryggja sér samvinnu SS um endurhervæðinguna. Þess- ar staðreyndir lýsa jafn-vel pólitískri fortíð þýzku borgarastéttarinnar sem núverandi markmiðum hennar. S.D. 232

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.