Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 75
Umsagnir um bækur Hannes Sigfússon: Sprek á eldinn Heimskringla, Reykjavík 1961. UM fyrri ljóðabækur sínar, Dymbilvöku (1949) og Imbrudaga (1951), hefur Hannes Sigfússon látið orð falla m. a. á þessa leið (Birtingur, 1. h. 1958): „Dymbil- vaka er innspíreruð bók en ekki unnin“ — og um Imbrudaga: „Sú bók varð til með allt öðrum hætti en Dymbilvaka. Hún er ort af ásetningi ... Ég reyndi að fanga það sem í hugann kom án þess að hafa of mikil áhrif á hvað úr því yrði.“ Þótt hin nýja ljóðabók Hannesar, Sprek á eldinn, beri á köflum ljós merki svipaðra vinnubragða, er hún þó að meginhluta rökfastari, mótaðri en hinar fyrri: samband „innblásturs" og hugsunar er hér nánara, útlínur allar skarpari. Bókin er líka frábrugðin hinum fyrri í því, að hún er ekki ort sem samfelldur ljóðflokkur, heldur skiptist hún í þrjá sjálfstæða hluta auk inngangskvæðis: Vetrarmyndir úr lífi skálda, sem minnir í mörgu á Imbrudaga; ViStöl og eintöl, sem inniheldur megin- kjama bókarinnar: samfelldan bálk auk átta einstakra ljóða; Landnám í nýjum heimi, taktfast kvæði í skorinorðum já- kvæðisstíl. Bókin hefst á ÆttjarSarkvœSi, sem ort er undir bundnum hætti ekki óáþekkum hátt- lausu Snorra; skáldskapur þessa kvæðis virðist heldur rýr — í því er hálfgert tóma- hljóð, þótt skáldið ætlist til annars. Mynd- ina: „móðir vindar flettu bylgjublöðum" kannast menn við úr Dymbilvöku, nema þar flettir vindurinn blöðum skógartrjánna og líkingin því ekki þanin sem hér; í þessu sambandi er einnig vert að gefa gaum ann- arri líkingasmíð í Ættjarðarkvæði: féllu skuggar af fjöllum fylltu byggS og dali hrundu í hljóSu brimi um hraunflúS dökka sem einkennist af margfaldri merkingar- streitu, því að eiginlegu hruni fylgir hávaði og brimið er ekki hljótt og skuggar hvorki háværir né brimhvítir! Má líta á myndnotk- un af þessu tagi sem djarfa tilraun til að styðjast einungis við eina merkingarvídd margvíðra orða: skáldið notfærir sér t. d. aðeins hreyfingarmerkinguna í sögninni að hrynja, en lætur hávaðamerkinguna lönd og leið, þótt hún hljóti að vera til staðar undir niðri — fyrir því sér lo. hljóSu, sem hér er teflt fram eins og áminnandi andstæðu. Má því segja, að þetta líkingafyrirbæri sam- svari með nokkru móti kontrapunkti í hljómlist eða öfughrynjandi G. M. Hopkins í bragfræðinni. Vetrarmyndir úr lífi skálda er alllangur ljóðflokkur f fjórum köflum. Eru tveir hinir fyrstu bölsýnishugleiðingar skáldsins um veturinn, sem lagt hefur lífið, skáldskapinn í dróma — í þriðja kafla losnar um fjötur- inn unz andinn brýzt út í björtum ólgandi fögnuði í lokakaflanum: 233
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.