Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR heilt sólkerfi af Ijósum djúpt undir iljum vorum nálgast og verSur oss nákomin jörS ný og lokkandi frjótt og bylgjandi líf. í Vetrarmyndum leitast höfundurinn því við að vera jákvæður líkt og í Imbrudögum, og gildir það almennt um hina nýju bók hans. Aftur á móti er Dymbilvaka þrungin böl- sýni og efasemdum, og Imbrudagar fara reyndar ekki varhluta af þeim heldur. Hannes hefur sjálfur skýrt frá orsökum þessara efasemda: á þeim árum var hann enn óákveðinn og leitandi í afstöðu sinni til sósíalismans. Þegar hann orti Imbrudaga voru heimsmálin komin á það stig, sem krafði hann fyllri glöggvunar á því, hvar hann stæði: næstsíðasti kafli þeirrar bókar er í rauninni „ákall til byltingarinnar að syngja sálumessu auðvaldsskipulagsins til enda“. Nú, tíu árum síðar, hefur Hannes löngu tekið fastmótaða afstöðu til fram- vindu heimsmálanna, yljaða bjartsýni og heitri lífstrú. (Til að sannfærast um það er fljótlegast að lesa óð hans til rússnesku bylt- ingarinnar: Landnám í nýjum heimi). Samt er svartsýnistónninn stöðugt áleitinn í ljóð- um Hannesar, enda orsakir nægar á váleg- um tímum. í Vetrarmyndum kemur vel fram flest það, sem einkennir skáldskap Hannesar — myndir og mál svipmikið og frumlegt, ljóð- stíllinn ýmist ákafur eða ymprandi, en ávallt þróttmikill og aldrei leiðinlegur. Svimandi skáldsýnir, þetta eldsnögga flug- skyggni andans „inn í blá víðerni", sem ásamt einstæðri myndvísi skipar Hannesi sérstöðu meðal íslenzkra skálda, eru einnig hér til staðar: svimandi eilífS opnast snöggt eins og auga glaSvakin ferS inn í fagnandi víSáttur mistur og kristal blikandi skyggni oj beitt fyrir nakiS auga ... Annar kafli bókarinnar, ViStöl og eintöl, geymir þrettán ljóð, þar af mynda fimm hin fyrstu samfelldan bálk, sem túlkar frábær- lega vel tilfinningaleg og heimspekileg við- horf á grundvelli vísinda nútímans. Því miður einkennist IV. Ijóð bálksins um of af þeim veikleika Hannesar að vilja nota stór orð og orðasambönd, mikil í munni, en þó venjulegast heldur smekklítil og innihalds- naum: flár þefur, fúið hold, þeflausar hug- sjónir, svartur beygur; maðkaveita, beina- hröngl — og er þetta heildinni til lýta. Einnig virðist V. kaflinn í heldur haldlitl- um tengslum við meginefnið, en mætti vel vera sjálfstætt ljóð. Að öðru leyti er ljóð- flokkur þessi með því vandaðasta og frum- legasta, sem Hannes hefur ort, enda lætur honum sérstaklega vel að túlka hið óraun- kennda andrúmsloft þess viðfangsefnis, sera hann tekur hér til meðferðar — ef til vill af því hann fer hér vegi innspírasjónarinnar, sem honum munu kunnari framar öðrum: Ósýnilegur geisli skelfur viS eyra hans — og hann er í einni svipan: hvítur örn leiftrandi vígahnöttur voldug sveifla inn í blá víSerni — sprengir glerhjálm tíma og rúms og þrœSir launstigu guSs um rökkvaSar eilífSir Niðurstöður efnisvísindanna mynda þann bakgrunn, sem skáldið ritar á sýnir sínar: ViS jerSumst gegnum möskva efnisins til œ fjarlœgari sjónarmiSa ViS höjum einnig kafaS djúp efnisins og komizt aS raun um aS þaS er vatn vindur viSnámslaus gufa sem þéttist aS ímyndun okkar Skáldið „hlerar eilífðir" og nýtur þess — en þó er því ekki rótt, því að einmitt hér liggur hættan: að „salt jarðar leysist upp í 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.