Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann lætur Kolbein ekki sigra Kölska með ómerkilegu rímbrengli, heldur með því að finna upp nýjan bragarhátt. Þó bendir Sig- urður réttilega á, að einnig það er ekki aðalatriðið: „Hitt skiptir meira máli, að í þessari vísu (þ. e. sigurvísu Kolbeins) bar Kolbeinn fram spurningu, sem Kölski gat ekki svarað efnislega, nema með því að opinbera algerlega eðli sitt og tilgang, þess vegna varð honum svarafátt. Niðurrifsöflin viðurkenna aldrei, að þau séu að grafa und- an menningunni, að vinna gegn þróuninni. Þau lifa á blekkingunni. Yrði öllum lýðum ljós ætlun þeirra, mundi framgangur þeirra heftur að eilífu. Skáldin hafa löngum verið niðurrifsöflunum fjandsamleg og unnið manna bezt að því að þoka menningunni áleiðis í framfara átt. Einn liðurinn í bar- áttu þeirra hefur verið sá að afhjúpa fjend- ur framþróunarinnar, að benda á niðurrifs- starf þeirra og vara við þeim, um leið og þau hafa bent á þær leiðir, er fara skal og áfram liggja." (Bls. 164.) Ef er gálaust af að má eins manns blóð úr lífsins sjóð, hvað mun þá að hyggja á heillar þjóðar erfiljóð? Við lestur Kolbeinslags með leiðsögn þessa kafla um Kjarna kvæðisins gefur út- sýn ekki einungis til fortíðar, heldur einnig til samtíðar og framtíðar. Enn er tekizt á um sál íslands og tilveru íslenzku þjóðar- innar í tvennum skilningi: Tekst íslenzkri þjóð að varðveita foma menningu og reisa á grunni hennar trausta, heilbrigða framtíð eða á hún að skrílmennast af amerískri auðshyggju og yfirborðsglami? Eða þurfa íslendingar máski „að hyggja á heillar þjóðar erfiljóð" í bókstaflegri merkingu að lokinni atómstyrjöld? Hvert er og verður hlutverk skáldanna í þessum tvíþættu átök- um? Standa þau sig eins vel og alþýðu- skáldin á liðnum öldum allt frá Kolbeini Jöklaraskáldi til Stephans G. Stephansson- ar? Tekst þeim að samhæfa ný og frjóvg- andi erlend áhrif traustri íslenzkri forn- menningu jafnframt því sem þau hamla gegn erlendum skríláhrifum og gera sitt til að bægja frá algerri tortímingarhættu? Nú er íslenzku máli ekki lengur hætta búin af þýzkmengaðri dönsku, heldur steðjar hætt- an nú að úr annari átt og er miklu meiri og margþættari. Hver verður til að kveða Kol- beinslag hið nýja? Hver sem svörin verða við slíkum spurningum, er öllum þeim, sem láta sig þessi mál nokkru varða, hollt að lesa ritgerðir þeirra Óskars og Sigurðar jafnframt því sem þeir endurnýja kynni sín við kveðskap Stephans G. Stephanssonar. Og þeir ungu íslendingar, sem hafa ekki enn hafið þau kynni, ættu ekki að láta það dragast lengur. Ég hygg, að þeim muni fara líkt og Sigurður segir í lok ritgerðar sinnar af reynslu sinni af kynnum við kvæði Steph- ans: „Af lestri þeirra hef ég orðið ríkari að skilningi á mannlífinu, auðugri að andleg- um verðmætum, færari en áður að rækja skyldur mínar við mannlegt samfélag. Slík eru verk Stephans.“ Helgi J. Halldórsson. Gestur Þorgrímsson: Maður liíandi Sigrún Guðjónsdóttir teiknaði myndirnar. Utg. Iðunn, Reykjavík 1960. úsundþj alasmiðurinn í Laugarnesi hef- ur sent frá sér sína fyrstu bók. Það er ekki vonum fyrr, líklega orðinn fertugur maðurinn. Sjálfsævisögur eru nú í mikilli tízku. Og þegar sú frétt barst út meðal þeirra, sem lengi hafa þekkt Gest og em á líku reki, að fyrsta bindi lífshistoríu hans væri að hlaupa af stokkunum, mun sjálfsagt 238

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.