Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 81
UMSAGNIR UM BÆKUR hafa farið að fara um suma. Er ævi vor svona stutt? Erum vér þegar komnir á raupsaldurinn ? Eða er þetta nýtt form af gríni hjá Gesti? Svo lásum við bókina. Nei. Þetta var al- vara. Þetta er skemmtileg bók, án þess að vera langsóttur brandari. Og ævisaga er það ekki í venjulegri merkingu. Bókin á vissu- lega rætur sínar að rekja til æskuminninga höfundarins, leiksvið hennar er Lauganesið og Kirkjusandurinn; Esja, Skarðsheiði, Viðey og hafið mikla — að ógleymdri sjálfri Reykjavík — mynda sjónhringinn — en þó held ég varla að þessi frægu ömefni komi fyrir í bókinni. Sögupersónurnar em Gestur sjálfur og nokkrir leikfélagar hans. Það eru hinir við- burðaríku dagar æskunnar, sem vitja höf- undarins, að ógleymdri barnalegri heim- speki og vangaveltum þess tíma; hið síðast nefnda þó í góðu hófi, engin síðsprottin væmni. Allt virðist séð með samtíma augum hins greinda pilts, þótt orðalagið og stíl- færslan sé bóklegt og áunnið á síðari árum höfundarins. Ég held ég bætti ekkert þennan ritdóm með því að greina nánar frá efni bókarinn- ar. Leyfi mér bara að fullyrða, að hún er lík Gesti og heitir sannarlega eftir höfundi sínum. Hún er verulega hugþekk. Nafn bók- arinnar segir líka enn aðra sögu, sem ekki er skráð í þessari bók, sögu sem Gestur þekkir einn og hefur enn ekki tjáð ókunn- ueum' Jón úr Vör. Halldóra Blarnadóttir Ævisaga Vilhj. S. Vilhjálmsson skrásetti. Setberg, Rvík 1960. eðal bóka, sem út komu síðastliðið haust var ævisaga Halldóra Bjama- dóttur, hinnar þjóðfrægu dugnaðarkonu og menntafrömuðar. Halldóra á næsta haust tveimur árum fátt í nírætt. Hún hefur nú setzt að í Héraðshælinu á Blönduósi, og þaðan ritstýrir hún Hlín, sínu merka tíma- riti, sem hún hefur gefið út í rúm 40 ár, og sinnir öðrum hugðarefnum sínum, eftir því sem tími og starfsþrek leyfir. Halldóra segir frá því í formála þessarar bókar hver tildrög hennar urðu. Hún hafði prentað í Hlín nokkrar æskuminningar og ætlað að láta þar við sitja, en ýmsir lesend- ur vildu fá meira að heyra. Hún benti hlut- aðeigendum á rit sitt og kvað þar vera ævi- sögu sína í fáum dráttum. En til að gera mönnum nokkra úrlausn bauð hún Vil- hjálmi S. Vilhjálmssyni rithöfundi efni í þátt í rit hans Við sem byggðum þessa borg, sem þá var að koma út. En Vilhjálmur og útgefandi lians létu „sér ekki lynda minna en heila bók. Þótti mér óþarflega miklu til kostað um ekki meira efni,“ segir hún, „en svo varð nú að vera.“ Halldóra gefur Vil- hjálmi eftirfarandi vottorð: „Féll vel á með okkur ... Hann hefur veitt mér leiðbeining- ar, en ég hef að mestu ráðið ferðinni.“ Ekki þekkir sá er þetta ritar Halldóru nema af afspurn og hinu almenna frægðar- orði, sem af henni fer, en það er auðséð á allri bókargerðinni að Halldóra hefur ekki verið Vilhjálmi leiðitamari en hún hefur haft orð fyrir að vera öðrum karlmönnum. Fer hún oftast fljótar yfir sögu en lesendur myndu óska. Hlédrægni hennar og hæverska í frásögn um æviafrekin, sem telja má í sjálfu sér meðal hennar mörgu kosta, hafa auðsýnilega torveldað skrásetjara bókar- gerðina svo mjög, að víða er fremur um ágrip og skýrslu að ræða en samfellda sögu. Þetta er höfundi líka Ijóst. Reynir hann að bæta úr því með inngangi og lokaorðum, en með vafasömum árangri. En þó að hér sé að bókinni fundið sem heild eru margir þættir hennar læsilegir. Halldóra lýsir bemskustöðvum sínum vel 239

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.