Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hugmyndir samtíðarinnar í stoltri á- kefð, því þessi ákefð hins frjálsa ein- staklings ásamt fylgi við mannúð og einingu þjóða og mannkyns í anda frelsis, jafnréttis og bræðralags er einmitt kyndill aldarinnar, hug- myndaleg stefnuskrá rísandi borg- arastéttar. Þó stendur þessi kynslóð strax gagnvart vandamálum hinna innri mótsagna kapítalismans, sem boðaði frelsið í orði en framkvæmdi frelsis- hugtak sitt með þrælahaldi launakerf- is, er ofurseldi fyrirheitið um keppni mannlegra hæfileika úlfalögum kapí- talískrar samkeppni og krypplaði al- hliða menn í einhæfða sérfræðinga. Hyldjúp hlutu vonbrigði hvers heið- arlegs,húmanísks listamanns að verða gagnvart þessum mjög svo prósaísku, lærdómsríku og kvíðvænlegu ávöxt- um hinnar lýðræðislegu borgarabylt- ingar, og eftir skipbrot þeirrar bylt- ingar í Miðevrópu, eftir 1848, má greina sannkallaða timburmenn list- arinnar. Hið glæsta „listaskeið“ borg- arastéttarinnar var á enda runnið; listin og listamaðurinn stigu inní full- mótaðan heim hinnar kapítalísku vöruframleiðslu, sem hafði í för með sér algera sjálfsfirringu (Selbstent- fremdung), hlutgervingu og verðlagn- ingu (Versachlichung und Verding- lichung) á öllum mannlegum athöfn- um, verkagreiningu, sundurmolun, steinrunna sérhæfingu, dulbúning alls þj óðfélagslegs samhengis, vax- andi einangrun og útþurrkun ein- staklingsins. Einlægur, húmanískur listamaður er ekki lengur jábróðir þessarar ver- aldar, hann getur ekki lengur með góðri samvizku látið sem svo að hin sigursæla borgarastétt tákni sigur mannkynsrns. Rómantíkin Með rómantíkinni brjótast mót- mælin fram, tryllt og öfgakennd mót- mæli gegn hinum kapítalíska borgara- heimi, gegn heimi „glataðra tálvona“, gegn flatneskju gróða og verzlunar, hlutgervingar og verðlagningar (Ver- sachlichung, Verdinglichung). Ein- kennandi er hin harða gagnrýni No- valis á „Wilhelm Meisters Lehrjahre“ (þrátt fyrir lofið, sem Friedrich Schlegel hlóð á þessa miklu skáld- sögu). Með skáldsögu sinni hafði Goethe játazt borgarastéttinni, horfið frá fegurð yfirborðsins til athafna- sams veruleika, til að sannreyna gildi sitt í hversdagsveröld borgarans; og Novalis ræðst einmitt á hann fyrir það: „Æfintýramenn, leikarar, við- höld, kaupmenn og oddborgarar bera uppi söguna. Sá sem tekur hana al- varlega les ekki framar skáldsögu.“ Viðurkenning borgaralegra lífsvenja, félagslegs veruleika borgaraaldarinn- ar, finnst Novalis muni vera endalok allrar listar; en Heine talaði líka um „listaskeið“, sem ætti sinn síðasta og mesta fulltrúa í Goethe. 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.