Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hugmyndir samtíðarinnar í stoltri á-
kefð, því þessi ákefð hins frjálsa ein-
staklings ásamt fylgi við mannúð og
einingu þjóða og mannkyns í anda
frelsis, jafnréttis og bræðralags er
einmitt kyndill aldarinnar, hug-
myndaleg stefnuskrá rísandi borg-
arastéttar.
Þó stendur þessi kynslóð strax
gagnvart vandamálum hinna innri
mótsagna kapítalismans, sem boðaði
frelsið í orði en framkvæmdi frelsis-
hugtak sitt með þrælahaldi launakerf-
is, er ofurseldi fyrirheitið um keppni
mannlegra hæfileika úlfalögum kapí-
talískrar samkeppni og krypplaði al-
hliða menn í einhæfða sérfræðinga.
Hyldjúp hlutu vonbrigði hvers heið-
arlegs,húmanísks listamanns að verða
gagnvart þessum mjög svo prósaísku,
lærdómsríku og kvíðvænlegu ávöxt-
um hinnar lýðræðislegu borgarabylt-
ingar, og eftir skipbrot þeirrar bylt-
ingar í Miðevrópu, eftir 1848, má
greina sannkallaða timburmenn list-
arinnar. Hið glæsta „listaskeið“ borg-
arastéttarinnar var á enda runnið;
listin og listamaðurinn stigu inní full-
mótaðan heim hinnar kapítalísku
vöruframleiðslu, sem hafði í för með
sér algera sjálfsfirringu (Selbstent-
fremdung), hlutgervingu og verðlagn-
ingu (Versachlichung und Verding-
lichung) á öllum mannlegum athöfn-
um, verkagreiningu, sundurmolun,
steinrunna sérhæfingu, dulbúning
alls þj óðfélagslegs samhengis, vax-
andi einangrun og útþurrkun ein-
staklingsins.
Einlægur, húmanískur listamaður
er ekki lengur jábróðir þessarar ver-
aldar, hann getur ekki lengur með
góðri samvizku látið sem svo að hin
sigursæla borgarastétt tákni sigur
mannkynsrns.
Rómantíkin
Með rómantíkinni brjótast mót-
mælin fram, tryllt og öfgakennd mót-
mæli gegn hinum kapítalíska borgara-
heimi, gegn heimi „glataðra tálvona“,
gegn flatneskju gróða og verzlunar,
hlutgervingar og verðlagningar (Ver-
sachlichung, Verdinglichung). Ein-
kennandi er hin harða gagnrýni No-
valis á „Wilhelm Meisters Lehrjahre“
(þrátt fyrir lofið, sem Friedrich
Schlegel hlóð á þessa miklu skáld-
sögu). Með skáldsögu sinni hafði
Goethe játazt borgarastéttinni, horfið
frá fegurð yfirborðsins til athafna-
sams veruleika, til að sannreyna gildi
sitt í hversdagsveröld borgarans; og
Novalis ræðst einmitt á hann fyrir
það: „Æfintýramenn, leikarar, við-
höld, kaupmenn og oddborgarar bera
uppi söguna. Sá sem tekur hana al-
varlega les ekki framar skáldsögu.“
Viðurkenning borgaralegra lífsvenja,
félagslegs veruleika borgaraaldarinn-
ar, finnst Novalis muni vera endalok
allrar listar; en Heine talaði líka um
„listaskeið“, sem ætti sinn síðasta og
mesta fulltrúa í Goethe.
38