Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 55
LIST OG KAPÍTALISMI
dularfullrar heildar, óháð einstakl-
ingnum og vitundinni. Menn glöptust
á vísum eins og þessari:
Wer hat das schöne Lied erdacht?
Es haben’s drei Gans iibers Wasser
gebracht,
zwei graue und eine weisse.1
Þetta er töfrandi skáldlegt — en þó
jafn fjarstætt að meðtaka það sem
sannleika og tákn. Óneitanlega finn-
um við í alþýðulistinni eitthvað al-
mennt, fangamark heildarinnar, —
en þetta á ekki aðeins við um hana
eina, heldur er svo með alla list. List-
in er til orðin vegna félagslegrar þarf-
ar; samt voru það þegar á steinöld
einstaklingar, töframennimir, sem
brugðu því í orð og mynd, sem fé-
lagsheildin þurfti með. Og það eru
ekki einungis hellaristurnar, eða
sagnabálkar fornaldarinnar, heldur
engu síður þjóðkvæðin, sem eru verk
einstaklinga, sem vitaskuld höfðu fyr-
ir sér margháttaðar hefðir og fyrir-
myndir. Rómantíkerarnir nálguðust
þjóðkvæðin svo gagnrýnislaust sem
frekast má verða. Safnið „Des Kna-
ben Wunderhorn“, sem Brentano og
Arnim gáfu út er samsull af fögrum
og frumlegum kvæðum innanum önn-
ur flatneskjuleg og ómerk.
Mörg þessara kvæða eru hreinlega
tilvalin til að styðja andrómantísku
kenninguna um það að alþýðulist sé
1 Hver hugsaði upp hið fagra ljóð? /
Þrjár gæsir komu með það yfir vatnið /
tvær gráar og ein hvít.
ekki annað en afleidd fyrirbæri, ekki
annað en bakþróun „æðri“ listar (rétt
eins og margir nútímanáttúrufræðing-
ar líta ekki á vírusinn sem millilið
milli dauðs og lifandi efnis, heldur
skilgreina hann sem bakþróunarfyrir-
bæri). Þessi kenning finnst mér engu
síður einhliða en sú rómantíska: ó-
sjaldan getur þjóðkvæðið verið bak-
þróunarfyrirbæri, umyrkingar í „al-
þýðlegum“ stíl á brotabrotum ridd-
aralegra hetjukvæða, helgikvæða og
troubador-kveðskapar — en þar-
með er ekki allt sagt. Sízt má
gleyma því að hetjukvæðin urðu líka
til úr gömlum goðsögum og sögnum,
það er að segja spruttu uppúr þjóð-
félagsástandi þar sem enn var ekki
til nein yfirstétt og þarafleiðandi
ekki heldur nein „alþýða“ í mótsetn-
ingu við hana, en listin óx uppúr
tiltölulega heilsteyptu samfélagi. Ber-
sýnilega er þjóðkvæðið, alþýðulistin
oft ausin af þessari uppsprettu, ósjald-
an án millistigs þeirrar „æðri“ listar,
sem þjónar túlkunarkröfum ríkjandi
stéttar. Þjóðkvæði og alþýðulist eru
að nokkru (sumstaðar meira, annar-
staðar minna) ávöxtur bændasamfé-
lags, sem er íhaldssamt svo að gamlar
erfðir lifa þar áfram, en einnig að
miklu leyti sprottin upp við þjóðveg-
inn með flökkurum, umrennandi
klerkum, flakkandi stúdentum, um-
ferðahandverksmönnum, og ekki
hvað sízt fj öllistamönnum og trúðum
hverskonar.
45