Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
varð að mótmæla slíkum umburðar-
lyndisskorti. Árið 1874 sýndi Claude
Monet í „sýningarsal burtrekinna“
mynd, sem hann gaf nafnið: „Soleil
levant. Impression“. Frá mynd þess-
ari, sem orsakaði æðisöskur fávísinn-
ar, er runnið heitið „impressjón-
ismi“. Róttækt eðli hinnar nýju
stefnu lá í augum uppi.
Samt var impressjónisminn líka
klofið fyrirbæri — og hinn vitri og
snjalli Cézanne, sem lyfti þessari nýju
stefnu á hátindinn um leið og hann
batt enda á hana, var sér meðvitandi
um þessar innri mótsagnir. Um gömlu
meistarana sagði hann: „Þið getið
skoðað smáatriðin. Og öll hin atriði
myndarinnar munu fylgja, myndin
verður öll sínálæg. Sífellt mun öll
myndin hljóma í höfði ykkar hvaða
smáatriði sem þið virðið fyrir ykkur.
Þið getið ekki tekið neitt útúr heild-
inni ... Þeir máluðu ekki brotaverk
einsog við ...“ Og þegar hann skoð-
ar „Alsírkonurnar“ hrópar hann upp:
„Allir erum við fólgnir í þessum
Delacroix ... Þetta er allt í sam-
hengi, unnið útfrá heildinni“. Ekki
nema brotaverk, ekki lengur útfrá
heildinni — það er skilningurinn á
því að heildin, samhengið mikla, hef-
ur glatazt og það ekki einungis í list-
inni heldur líka í þjóðfélagsveruleik-
anum. í Delacroix var logi byltingar-
innar enn óslökktur, í rómantískum
eldmóði hans fólst sterk tilfinning
fyrir bræðralagi stríðandi mannkyns,
hann var síðasti listamaðurinn, sem
átti lifandi í sér upprunalegan og
brennandi heildarskilning renesans-
ins á manninn. Um hann hefur Bau-
delaire sagt: „Stundum finnast mér
verk Delacroix líkust einskonar minn-
ingarlist um stærð og náttúrlegar
ástríður mannsins sjálfs .. . Góð
mynd og trú þeirri sýn sem fæddi
hana af sér, verður að byggjast eins-
og sjálfstæður heimur .. . Og það ein-
kennir einmitt snilli Delacroix, að
hrörnun þekkir hann ekki; þar er
ekki annað en framför .. . Eugéne
Delacroix hefur enn varðveitt sinn
byltingaruppruna.“ Loks líkir Baude-
laire hinum mikla málara við Stend-
hal, sem líka sameinar upplýsingu,
byltingu og rómantík í nánu sam-
bandi hvað við annað og í honum
mynda ástríður og vit, einstaklings-
stolt og félagsvitund, tilfinningahiti
og formkuldi þessa þöndu einingu.
Með Delacroix glatast einingin og í
brotaverkum þeirrar listar sem Paul
Cézanne nefnir má greina heim í upp-
lausn. Margoft skýrir Cézanne stefnu
þessarar nýju, impressjónistísku list-
ar: „Listamaðurinn er ekki annað en
upptökutæki, mælitæki fyrir skynjan-
ir . .. Engar kenningar! Verk! ...
Kenningarnar spilla manninum ...
Við erum marglit ringulreið. Ég geng
að fyrirmynd minni, ég glata mér í
hana ... Náttúran talar til allra. Æ!
aldrei hefur landslag verið málað.
Maðurinn á ekki að vera þar, nema
54