Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR varð að mótmæla slíkum umburðar- lyndisskorti. Árið 1874 sýndi Claude Monet í „sýningarsal burtrekinna“ mynd, sem hann gaf nafnið: „Soleil levant. Impression“. Frá mynd þess- ari, sem orsakaði æðisöskur fávísinn- ar, er runnið heitið „impressjón- ismi“. Róttækt eðli hinnar nýju stefnu lá í augum uppi. Samt var impressjónisminn líka klofið fyrirbæri — og hinn vitri og snjalli Cézanne, sem lyfti þessari nýju stefnu á hátindinn um leið og hann batt enda á hana, var sér meðvitandi um þessar innri mótsagnir. Um gömlu meistarana sagði hann: „Þið getið skoðað smáatriðin. Og öll hin atriði myndarinnar munu fylgja, myndin verður öll sínálæg. Sífellt mun öll myndin hljóma í höfði ykkar hvaða smáatriði sem þið virðið fyrir ykkur. Þið getið ekki tekið neitt útúr heild- inni ... Þeir máluðu ekki brotaverk einsog við ...“ Og þegar hann skoð- ar „Alsírkonurnar“ hrópar hann upp: „Allir erum við fólgnir í þessum Delacroix ... Þetta er allt í sam- hengi, unnið útfrá heildinni“. Ekki nema brotaverk, ekki lengur útfrá heildinni — það er skilningurinn á því að heildin, samhengið mikla, hef- ur glatazt og það ekki einungis í list- inni heldur líka í þjóðfélagsveruleik- anum. í Delacroix var logi byltingar- innar enn óslökktur, í rómantískum eldmóði hans fólst sterk tilfinning fyrir bræðralagi stríðandi mannkyns, hann var síðasti listamaðurinn, sem átti lifandi í sér upprunalegan og brennandi heildarskilning renesans- ins á manninn. Um hann hefur Bau- delaire sagt: „Stundum finnast mér verk Delacroix líkust einskonar minn- ingarlist um stærð og náttúrlegar ástríður mannsins sjálfs .. . Góð mynd og trú þeirri sýn sem fæddi hana af sér, verður að byggjast eins- og sjálfstæður heimur .. . Og það ein- kennir einmitt snilli Delacroix, að hrörnun þekkir hann ekki; þar er ekki annað en framför .. . Eugéne Delacroix hefur enn varðveitt sinn byltingaruppruna.“ Loks líkir Baude- laire hinum mikla málara við Stend- hal, sem líka sameinar upplýsingu, byltingu og rómantík í nánu sam- bandi hvað við annað og í honum mynda ástríður og vit, einstaklings- stolt og félagsvitund, tilfinningahiti og formkuldi þessa þöndu einingu. Með Delacroix glatast einingin og í brotaverkum þeirrar listar sem Paul Cézanne nefnir má greina heim í upp- lausn. Margoft skýrir Cézanne stefnu þessarar nýju, impressjónistísku list- ar: „Listamaðurinn er ekki annað en upptökutæki, mælitæki fyrir skynjan- ir . .. Engar kenningar! Verk! ... Kenningarnar spilla manninum ... Við erum marglit ringulreið. Ég geng að fyrirmynd minni, ég glata mér í hana ... Náttúran talar til allra. Æ! aldrei hefur landslag verið málað. Maðurinn á ekki að vera þar, nema 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.