Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 65
LIST OG KAPÍTALISMI
algjörlega genginn upp í landslaginu.
Þessi frábæra búddíska uppgötvun
Nirvana, ástríðulaus svölun, án allr-
ar hótfyndni, litirnir! ... Impressj-
ónismi, hvað er það? Það er optísk
blöndun litanna á lérefti og samein-
ing þeirra í auganu aftur ... Ekkert
er málaranum skaðlegra, skal ég
segja ykkur, en að gefa sig að bók-
menntum ... (sem Delacroix gaf sig
þó að í einlægni. Höf.) Mynd tákn-
ar ekkert og á ekkert að tákna nema
liti... (Líkt og Mallarmé hefur sagt:
„Ljóð verður ekki til úr hugsunum,
heldur orðum.“ Höf.)
Impressjónisminn, sem leysir
heiminn upp í ljós, rekur hann sund-
ur í liti, meðtekur hann sem halarófu
af skynjunum, varð æ meir að tján-
ingu á harla flóknum og skammæjum
tengslum vitundar og veruleika (Hug-
sjón Cézannes er að höndla í mynd-
um sínum líðandi ,,heimsmínútu“).
Einn og yfirgefinn beinir einstakling-
urinn athyglinni að sér sjálfum og
skynjar heiminn sem safn af tauga-
boðum, áhrifum, geðhrifum, einsog
„marglita ringulreið“, sem eigin
reynslu, eigin tilfinningu. Impressjón-
isminn í málaralistinni er hliðstæður
við pósitívismann í heimspekinni,
sem lítur á sama hátt á heiminn sem
eigin reynslu, eigin tilfinningu en
ekki sem hlutlægan veruleika sem sé
óháður vitund manns. Uppreisnar-
tilhneiging impressjónismans mætir
hér annarri tilhneigingu hans, skept-
ískri, hikandi, friðsamri einstaklings-
hyggju, sem gefur sig á vald áhrif-
anna og hefur engan veginn það mið
að breyta heiminum, fyrir henni er
blóðblettur ekki annað en litklessa,
rauður fáni ekki merkilegri en rauð
draumsóley á akri.
Impressjónisminn boðar því líka
hrörnunina, sundurtæting og mann-
lægingu (Entmenschlichung) heims-
ins — jafnframt því að hann er stór-
fengleg uppljómun borgaralegrar list-
ar á hinu mikla vaxtarskeiði borgara-
legs og kapítalísks þjóðfélags milli
1871 og 1914, gullofið haust, síðbúin
uppskera og ríkuleg viðbót í listræn-
um tjáningarháttum. Og báðar þessar
hliðar verður að sjá til að gera im-
pressjónismanum ekki rangt til, bæði
klofninguna, innri mótsagnir, það
verður að viðurkenna að hann er
tengdur og mótaður ákveðnum þjóð-
félagsaðstæðum og óbrotgjörn afrek
hans verður að meta.
Þorgeir Þorgeirsson þýddi.
55