Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 65
LIST OG KAPÍTALISMI algjörlega genginn upp í landslaginu. Þessi frábæra búddíska uppgötvun Nirvana, ástríðulaus svölun, án allr- ar hótfyndni, litirnir! ... Impressj- ónismi, hvað er það? Það er optísk blöndun litanna á lérefti og samein- ing þeirra í auganu aftur ... Ekkert er málaranum skaðlegra, skal ég segja ykkur, en að gefa sig að bók- menntum ... (sem Delacroix gaf sig þó að í einlægni. Höf.) Mynd tákn- ar ekkert og á ekkert að tákna nema liti... (Líkt og Mallarmé hefur sagt: „Ljóð verður ekki til úr hugsunum, heldur orðum.“ Höf.) Impressjónisminn, sem leysir heiminn upp í ljós, rekur hann sund- ur í liti, meðtekur hann sem halarófu af skynjunum, varð æ meir að tján- ingu á harla flóknum og skammæjum tengslum vitundar og veruleika (Hug- sjón Cézannes er að höndla í mynd- um sínum líðandi ,,heimsmínútu“). Einn og yfirgefinn beinir einstakling- urinn athyglinni að sér sjálfum og skynjar heiminn sem safn af tauga- boðum, áhrifum, geðhrifum, einsog „marglita ringulreið“, sem eigin reynslu, eigin tilfinningu. Impressjón- isminn í málaralistinni er hliðstæður við pósitívismann í heimspekinni, sem lítur á sama hátt á heiminn sem eigin reynslu, eigin tilfinningu en ekki sem hlutlægan veruleika sem sé óháður vitund manns. Uppreisnar- tilhneiging impressjónismans mætir hér annarri tilhneigingu hans, skept- ískri, hikandi, friðsamri einstaklings- hyggju, sem gefur sig á vald áhrif- anna og hefur engan veginn það mið að breyta heiminum, fyrir henni er blóðblettur ekki annað en litklessa, rauður fáni ekki merkilegri en rauð draumsóley á akri. Impressjónisminn boðar því líka hrörnunina, sundurtæting og mann- lægingu (Entmenschlichung) heims- ins — jafnframt því að hann er stór- fengleg uppljómun borgaralegrar list- ar á hinu mikla vaxtarskeiði borgara- legs og kapítalísks þjóðfélags milli 1871 og 1914, gullofið haust, síðbúin uppskera og ríkuleg viðbót í listræn- um tjáningarháttum. Og báðar þessar hliðar verður að sjá til að gera im- pressjónismanum ekki rangt til, bæði klofninguna, innri mótsagnir, það verður að viðurkenna að hann er tengdur og mótaður ákveðnum þjóð- félagsaðstæðum og óbrotgjörn afrek hans verður að meta. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.