Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fund alvarlegum augum og bræðslumaðurinn klóraði sér hugsi í gráyrjótt skeggið og sagði: — Það er eins og þeim sé séð fyrir nægu rauðvíni... Togarinn var kominn á ferð aftur og vélin vann með reglubundnum slög- um. Þeir sátu einir sex aftur í borðsal og horfðu á litla manninn borða. Þetta var á milli mála, en matsveinninn átti gnægð af köldu kjöti og kartöflum og litli maðurinn bað aðeins um pipar, svo át hann og stangaði vandlega úr tönn- unum og brosti til allra þessara þöglu skeggjuðu og forvitnu ókunnu manna. — Viltu graut? sagði matsveinninn á íslenzku. Litli maðurinn brosti afsakandi, yppti öxlum og sagði — No comprendo. — Graut, sagði matsveinninn og tók skeiðina af borðinu og lézt vera að háma í sig graut. Litli maðurinn kinkaði kolli og svo át hann heil kynstur af mjólkurgraut og kaffærði spónamatinn með kanel. — Það er eins og þeir séu gefnir fyrir kryddið, sagði bræðslumaðurinn. — Lissabon? spurði einn af yngri mönnunum og beindi máli sínu að ókunna manninum. Hann leit upp frá grautarátinu og starði skilningsslj ór á unga manninn. — Lissabon — Lissabon — Lissabon in Portúgal, sagði ungi hásetinn. Loksins rann upp ljós, litli maðurinn lifnaði allur, áður dulin glóð kom í innstæð augun og hann sagði: — Lisboa, no-no-no-no. Hann hristir höfuðið ákaflega og segir — Sedubal. Síðan heldur hann langa og líflega tölu og þeir kinka allir kolli og álíta sig vera með á nótunum — og bræðslumaðurinn stendur á fætur ákveðinn á svip og nær í þurra peysu og buxur í koju sinni og réttir þessi fataplögg þegjandi að ókunna manninum. Hann starir á bræðslumanninn hálfforviða og skiln- ingslaus. Bræðslumaðurinn togar í gegnvotan jakka mannsins og segir: — Blautt — blautt, þú verður að fara úr þessu og í þurr föt. Svo hverfa þeir tveir úr borðsalnum og ná í nærföt og sjósokka, og þegar litla manninum loks skilst að ókunnu mennirnir eru að gefa honum öll þessi heillegu fataplögg þá þyrmir yfir hann og þurr leðurbrún húðin kringum munninn hleypur í viprur og hann má vart mæla lengi vel. Þeir benda honum inn á baðið og koma honum í skilning um, að hann skuli fara þangað og skipta um. Þegar hann er farinn sitja þeir hljóðir um stund, þar til bræðslumaðurinn segir: — Þeir eiga víst ekki sjö dagana sæla þessir menn. — Hvernig geta þessir menn látið sér koma til hugar að dorga á þessum kúskeljum hér við Grænland, segir ungi hásetinn. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.