Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aldarinnar síðari. Kom innrásin Sovétríkj- unum raunverulega í opna skjöldu? Það virðist öruggt — enda viðurkennt af opinberum sagnriturum Sovétríkjanna — að eftir þýzk-sovézka sáttmálann 23. ágúst 1939, sem undirritaður var í Moskvu af Molotov og Ribbentrop, og einkum þó á tímabilinu frá því að Pólland var hernum- ið og þar til franski lierinn gafst upp, hefur sovétstjórnin og einkum þó Stalín ofmetið raunverulega möguleika nazistastjórnarinn- ar þýzku og Sovétríkjanna til að halda með sér varanlegan frið. Þetta byggðist vafalaust að miklu leyti á þeirra tíma skilningi sovétstjómarinnar og kommúnistaflokksins á eðli stríðsins milli Þriðja Ríkisins og fransk-brezka bandalags- ins, og ennfremur á þeirri sannfæringu, sem valdhafarnir í Moskvu áttu, þó undarlegt megi virðast, sameiginlega valdhöfunum í Róm, að baráttan í Vesturevrópu yrði afar löng, að styrjaldaraðilarnir mundu saxa hvor annan niður og það mundi leiða til al- mennrar veikingar „nýlenduveldanna í heiminum" og gefa Sovétríkjunum færi á að skerast í leikinn með óskertu hemaðar- legu og efnahagslegu skipulagi sínu þegar að lokaátökunum kæmi. Það má bæta því við — þó það sé raunar aukaatriði — að framkoma þýzka sendiráðsins í Moskvu, undir forustu von Schulenburgs greifa, sem var sendiherra af gamla skólanum, var eink- ar sannfærandi um vinsamlega sambúð ríkj- anna. Eftir því sem leið á sumarið 1940 varð þó æ Ijósari breyting á samkomulagi aðil- anna að Moskvusáttmálanum. Milli 14. og 17. júní, um það bil sem vöm Frakklands riðlaðist endanlega, tryggðu Sovétríkin sér fullkomið eftirlit með Eystrasaltsríkjunum þrem, rauði herinn tók Eistland, Lettland og Lítáen, sem vom svo aftur sameinuð Ráðstjómarríkjunum að undangengnum kosningum. Þessi ákvörðun sovétstjórnar- innar sýndi ljóslega, að stjórnin í Moskvu hafði dregið sinn lærdóm af atburðunum í Vesturevrópu. Staðreyndirnar höfðu vitnað gegn skilningi þeirra á stríðinu, sem byggð- ur var mest á getgátum um langvarandi styrjöld „milli nýlenduveldanna". Hernað- arlegt jafnvægi Evrópu var komið úr skorð- um. Þýzkaland var eitt svo að segja ráðandi á meginlandinu. Þessvegna tryggðu Sovét- ríkin stöðu sína og mynduðu sér nokkur hundruð kílómetra varnargarð framanvið varnarlínu sína með því að taka strendur Eystrasalts allt til Memel. Þetta var fyrsta varúðarráðstöfunin og upp frá því var aug- ljóst að henni var beint gegn Þýzkalandi. Hálfum mánuði síðar, þegar Frakkland var nýbúið að undirrita vopnahlésskilmál- ana, gerðu Sovétríkin aðra varúðarráðstöf- un. Þau settu Rúmenum úrslitakosti og kröfðust þess að þeir skiluðu umsvifalaust Bessarabíu, sem þeir höfðu innlimað 1919 á kostnað Keisaradæmisins rússneska. Rúmenska stjórnin beygði sig 29. júní, eftir að ráðamenn Þjóðverja höfðu tilkynnt henni að það væri ekki ætlun Þýzkalands að reisa skorður við landaheimt Sovétrikj- anna. Sovézkar hersveitir héldu þegar í stað inní Bessarabíu og tóku ennfremur Bukó- viníu. Þó þýzka stjómin hefði ekki getað dregið í efa réttmæti þessara aðgerða, sem Sovétríkin gerðu í skjóli viðbótarákvæðis Moskvusamningsins þar sem viðurkennt er að Bessarabía sé hluti af „áhrifasvæði“ Rússa, þá hlaut hún að líta svo á að þama væri alvarleg ógnun við áhrif sín í Austur- evrópu. Eftir hernám Bessarabíu, grípur hún til ýmissa aðgerða, sem miða að því að koma í veg fyrir frekari viðleitni Sovétríkj- anna til að færa út áhrifasvæði sitt sunnan Dónár. Átökin milli Þýzkalands og Sovét- ríkjanna vom hafin, að minnsta kosti á stjómmálasviðinu. í ágústlok 1940 reyndu Þjóðverjar að koma sér fyrir með yfirráð í Dónárlöndun- 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.