Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 79
 VÖRN SOVÉTRÍKJANNA 1941 Sovétríkjanna og Þýzkalands, þeirra afla, sem vildu breiða út stríðið,“ og þar segir ennfremur: „Það er skoðun í Sovétríkjun- um, að orðrónmrinn um það að Þjóðverjar hafi í hyggju að brjóta samninga og ráðast á Sovétríkin sé öldungis tilhæfulaus. Til- færsla þýzka liðsins, sem nýlega losnaði úr bardögunum á Balkanskaga, til austur- og norðausturhluta Þýzkalands er með öllu óvarðandi sambúð Sovétríkjanna og Þýzka- lands.“ Og loks kom svo tvíræð tilkynning. „Utboð varaliðs rauða hersins í sumar og þær æfingar, sem væntanlega munu eiga sér stað hafa ekki annan tilgang en þann að þjálfa varaliðsmennina og reyna járn- brautarkerfið svo sem gert er árlega. Það er vægast sagt fráleitt að láta í það skína að þessum árlegu aðgerðum rauða hersins sé stefnt gegn Þýzkalandi.“ Sendiherrarnir með umboði í Moskvu mundu ekki fara í grafgötur um það. Stalín vildi svipta Þjóðverja öllum afsökunum með því að veita þeim formlega tryggingu. Jafnframt lét hann í það skína, að honum væri kunnugt um hreyfingar hersins til landamæranna og hann væri ekki auð- blekktur, en hann hélt opinni leið til var- andi friðar. Schulenburg tók gleði sína á ný. Gafenco segir ennfremur: „Aldrei hefur verið hlustað af annarri eins athygli á þýzka útvarpið í höfuðborg Sovétríkjanna; aldrei hefur verið beðið í annarri eins eftir- væntingu eftir fréttunum frá Berlín." Ber- lín svaraði engu. Daginn eftir kallaði Hitler saman yfirmenn hersins í austurhéruðun- um. Hann skýrði fyrir þeim, að ógemingur væri að sigra Bretland að svo stöddu svo það vrði að þvinga fram sigur á meginland- inu. Hann ákvað innrásina í Sovétríkin hinn 22. júní, í dögun. Laugardaginn 21. júní, klukkan 18, boð- aði Molotov Schulenburg greifa til Kreml. Utanríkisráðherrann krafði sendiherrann um fregnir frá Berlín um samband Rússa og Þjóðverja. „Kreml gerir sér ekki ljósar orsakir umkvartana Þjóðverja og krefst út- skýringar af mér,“ segir sendiherrann í skeyti, sem hann sendi umsvifalaust til utanríkisráðuneytisins. Nokkru síðar var tilkynnt að honum mundi berast frá Wil- helmstrasse mjög áríðandi plagg „um nótt- ina“. Um miðnætti fékk Schulenburg frá Berlín bréf, sem á stóð „Ríkisleyndarmál — algjörlega persónulegt". Hann byrjaði lesturinn: „Brennið alla dulmálslykla og eyðileggið senditæki yðar strax og þér fáið þessi boð.“ Hann skildi hvað var á seyði. I dögun fór hann aftur á fund Molotovs og las honum opinbera til- kynningu Ribbentrops. Utanríkisráðherr- ann svaraði honum með hægð: „Stríðið er byrjað. Flugvélar ykkar voru að varpa sprengjum á tólf óvarin þorp. Finnst yður við eiga þetta skilið?“ Ákvörðun Hitlers hafði verið tekin þegar um sumarið 1940. Þó má minna á það, að strax 23. nóvember 1939 hafði Foringinn sagt á kanslaraskrifstofu sinni í viðurvist herforingjaráðsins: „Við getum ekki lagt í Rússland fyrr en við höfum frjálsar hendur á vesturvígstöðvunum." í raun og veru var það svo, að jafnvel áður en fundurinn með Molotov fór útum þúfur hafði Hitler gefið fyrirskipanir um undirbúning hemaðaráætl- unar. Þegar 29. júlí 1940 hafði Jodl hers- höfðingi, yfirmaður yfirherstjómarinnar, tilkynnt hershöfðingjum á fundi herfor- ingjaráðsins „fyrirætlanir Foringjans um árás á Sovétríkin vorið 1941.“ Sum skjal- anna styðja jafnvel þá tilgátu, að eftir Bessarabíumálið hafi Hitler viljað hefjast handa strax um haustið 1940 en Keitel ráð- ið honum frá því. Svo mikið er víst, að 31. júlí kallaði Hitler hershöfðingjana saman í Berghof og lagði fyrir þá megindrættina í árásaráætlun 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.