Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 79
VÖRN SOVÉTRÍKJANNA 1941
Sovétríkjanna og Þýzkalands, þeirra afla,
sem vildu breiða út stríðið,“ og þar segir
ennfremur: „Það er skoðun í Sovétríkjun-
um, að orðrónmrinn um það að Þjóðverjar
hafi í hyggju að brjóta samninga og ráðast
á Sovétríkin sé öldungis tilhæfulaus. Til-
færsla þýzka liðsins, sem nýlega losnaði úr
bardögunum á Balkanskaga, til austur- og
norðausturhluta Þýzkalands er með öllu
óvarðandi sambúð Sovétríkjanna og Þýzka-
lands.“ Og loks kom svo tvíræð tilkynning.
„Utboð varaliðs rauða hersins í sumar og
þær æfingar, sem væntanlega munu eiga
sér stað hafa ekki annan tilgang en þann
að þjálfa varaliðsmennina og reyna járn-
brautarkerfið svo sem gert er árlega. Það er
vægast sagt fráleitt að láta í það skína að
þessum árlegu aðgerðum rauða hersins sé
stefnt gegn Þýzkalandi.“
Sendiherrarnir með umboði í Moskvu
mundu ekki fara í grafgötur um það. Stalín
vildi svipta Þjóðverja öllum afsökunum
með því að veita þeim formlega tryggingu.
Jafnframt lét hann í það skína, að honum
væri kunnugt um hreyfingar hersins til
landamæranna og hann væri ekki auð-
blekktur, en hann hélt opinni leið til var-
andi friðar. Schulenburg tók gleði sína á
ný. Gafenco segir ennfremur: „Aldrei hefur
verið hlustað af annarri eins athygli á
þýzka útvarpið í höfuðborg Sovétríkjanna;
aldrei hefur verið beðið í annarri eins eftir-
væntingu eftir fréttunum frá Berlín." Ber-
lín svaraði engu. Daginn eftir kallaði Hitler
saman yfirmenn hersins í austurhéruðun-
um. Hann skýrði fyrir þeim, að ógemingur
væri að sigra Bretland að svo stöddu svo
það vrði að þvinga fram sigur á meginland-
inu. Hann ákvað innrásina í Sovétríkin
hinn 22. júní, í dögun.
Laugardaginn 21. júní, klukkan 18, boð-
aði Molotov Schulenburg greifa til Kreml.
Utanríkisráðherrann krafði sendiherrann
um fregnir frá Berlín um samband Rússa
og Þjóðverja. „Kreml gerir sér ekki ljósar
orsakir umkvartana Þjóðverja og krefst út-
skýringar af mér,“ segir sendiherrann í
skeyti, sem hann sendi umsvifalaust til
utanríkisráðuneytisins. Nokkru síðar var
tilkynnt að honum mundi berast frá Wil-
helmstrasse mjög áríðandi plagg „um nótt-
ina“. Um miðnætti fékk Schulenburg frá
Berlín bréf, sem á stóð „Ríkisleyndarmál
— algjörlega persónulegt".
Hann byrjaði lesturinn: „Brennið alla
dulmálslykla og eyðileggið senditæki yðar
strax og þér fáið þessi boð.“ Hann skildi
hvað var á seyði. I dögun fór hann aftur á
fund Molotovs og las honum opinbera til-
kynningu Ribbentrops. Utanríkisráðherr-
ann svaraði honum með hægð: „Stríðið er
byrjað. Flugvélar ykkar voru að varpa
sprengjum á tólf óvarin þorp. Finnst yður
við eiga þetta skilið?“
Ákvörðun Hitlers hafði verið tekin þegar
um sumarið 1940. Þó má minna á það, að
strax 23. nóvember 1939 hafði Foringinn
sagt á kanslaraskrifstofu sinni í viðurvist
herforingjaráðsins: „Við getum ekki lagt í
Rússland fyrr en við höfum frjálsar hendur
á vesturvígstöðvunum." í raun og veru var
það svo, að jafnvel áður en fundurinn með
Molotov fór útum þúfur hafði Hitler gefið
fyrirskipanir um undirbúning hemaðaráætl-
unar. Þegar 29. júlí 1940 hafði Jodl hers-
höfðingi, yfirmaður yfirherstjómarinnar,
tilkynnt hershöfðingjum á fundi herfor-
ingjaráðsins „fyrirætlanir Foringjans um
árás á Sovétríkin vorið 1941.“ Sum skjal-
anna styðja jafnvel þá tilgátu, að eftir
Bessarabíumálið hafi Hitler viljað hefjast
handa strax um haustið 1940 en Keitel ráð-
ið honum frá því.
Svo mikið er víst, að 31. júlí kallaði
Hitler hershöfðingjana saman í Berghof og
lagði fyrir þá megindrættina í árásaráætlun
69