Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 81
VÖRN SOVÉTRÍKJANNA 1941
her Rússa í opna slcjöldu? Þegar innrásin
hófst hafði ekkert verið ákveðið.
Nú varð allmikil seinkun á upphaflegu
áætluninni, strax um sumarið 1941, vegna
viðnáms Sovétherjanna. Vissulega ein-
kenndust fyrstu þrjár vikur stríðsins á yf-
irborðinu af leiftursigrum Þjóðverja. En
bara á yfirborðinu. Bryndrekar Hoths og
Guderians voru komnir til Minsk, höfuð-
borgar Hvítarússlands, þegar 26. júní og
leiddu þarmeð til lykta fyrstu meiriháttar
umkringingarorrustuna um Bjalistok. Sam-
tímis var norðurherinn kominn að Dvínu,
hélt yfir hana og tók Riga. 1. júlí stefndu
bryndrekasveitir til Dnépr og fóru yfir
Beresínu á leið til Smolensk. 2. júlí voru
framvarðarsveitir 3. og 4. bryndrekasveitar
í sjónfæri við Dnépr, í Rogatsév. Halder
hefur skrifað í dagbók sína 3. júlí: „Bar-
átta okkar í Rússlandi verður að mestu út-
kljáð á hálfum mánuði. Eftir nokkrar vikur
verður öllu lokið.“
í raun og veru var það svo, að uppfrá
þessu fóru yfirmenn hryndrekasveitanna að
merkja alvarleg bakföll í gangi bardagans.
Þrátt fyrir gefnar skipanir um það að um-
kringja rússneska herinn hikaði Hitler við
að senda bryndrekasveitimar mjög langt
fram þannig að Rússamir yrðu ekki of fjöl-
mennir og illskeyttir í vörninni að baki
þeim. Guderian og Hoth urðu margoft að
hafa sjálfir framkvæði um athafnir sínar
og þvínær að óhlýðnast skipunum yfir-
stjómarinnar til að halda áfram sókninni.
Það var ekki fyrr en 16. júlí, að framverðir
Bockhersins (29. deild vélahersveita fót-
gönguliðsins) komu til Smolensk. Bryn-
drekarnir voru þá 300 kílómetra frá
Moskvu. Þetta var hernaðarlega og stjóm-
málalega úrslitastund.
Guderian, Bock, Halder, Brauchitsch
sjálfir kröfðust þess að sókninni yrði þegar
í stað haldið áfram til Moskvu, ekki ein-
ungis vegna þess hve sálfræðilega mikilvæg
taka höfuðborgar Sovétríkjanna yrði, held-
ur fyrir það líka að borgin var jámbrautar-
miðstöð, sem stjórnaði öllu samgöngukerfi
Sovétríkjanna. Hitler neitaði í fyrsta sinn
í júlílok. Nú var Guderian þegar farinn að
örvænta um að höfuðmarki herferðarinnar
yrði náð fyrir haustið 1941. Gagnáhlaup
Rússanna voru kröftug. Sovézku hermenn-
irnir börðust af þrótti og ekki skorti þá
liðsauka. Framsókn Þjóðverja var afar hæg,
of hæg til að nokkur von væri til að gert
yrði útaf við Rússland í einu áhlaupi hvem-
ig sem allt veltist.
Fyrstu afleiðingar mótstöðunnar komu í
ljós 27. júlí. Á fundi herforingjaráðs mið-
hersins í Borisov var tilkynnt að frestað
yrði allri sókn til Moskvu. Guderian, sem
var meðal fundarmanna, kom þaðan mjög
bölsýnn. „Allir aðstoðarmennirnir voru á
þeirri skoðun, að þannig ynni óvinurinn
tíma til að koma á fót nýjum hersveitum
og styrkja hverja víglínuna á fætur annarri
með óþrotlegum mannafla sínum og með
þessu móti yrði baráttan ekki leidd til lykta
á skömmum tíma, sem þó er bráðnauðsyn-
legt.“ Hinn 29. júlí gekk Guderian í skyndi
fyrir Schmundt ofursta, fyrsta aðstoðarfor-
ingja Hitlers til að reyna að fá endanlega
ákvörðun hins síðarnefnda og síðan skipun
um að taka upp aftur sóknina til Moskvu.
4. ágúst var það í Borisov, að Hitler við-
stöddum, sem Hoth, Guderian, allir fyrir-
menn miðhersins og Bock sjálfur, voru á
einu máli um, að „það riði á öllu að halda
áfram sókninni til Moskvu.“ Einvaldurinn
hlustaði á þá, skýrði fyrir þeim, að fyrst
yrði að taka Leníngrað, jafna hana við
jörðu, ná Úkraínu á sitt vald og þó fyrst og
fremst Krímskaganum, „flugvélamóður-
skipi Sovétríkjanna, sem beint væri gegn
olíusvæðunum í Rúmeníu." — Þann 18.
ágúst var enn ekki búið að taka neina á-
kvörðun. Þann dag lagði Brauchitsch fyrir
Foringjann skýrslu, sem hafði að geyma
71