Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 81
VÖRN SOVÉTRÍKJANNA 1941 her Rússa í opna slcjöldu? Þegar innrásin hófst hafði ekkert verið ákveðið. Nú varð allmikil seinkun á upphaflegu áætluninni, strax um sumarið 1941, vegna viðnáms Sovétherjanna. Vissulega ein- kenndust fyrstu þrjár vikur stríðsins á yf- irborðinu af leiftursigrum Þjóðverja. En bara á yfirborðinu. Bryndrekar Hoths og Guderians voru komnir til Minsk, höfuð- borgar Hvítarússlands, þegar 26. júní og leiddu þarmeð til lykta fyrstu meiriháttar umkringingarorrustuna um Bjalistok. Sam- tímis var norðurherinn kominn að Dvínu, hélt yfir hana og tók Riga. 1. júlí stefndu bryndrekasveitir til Dnépr og fóru yfir Beresínu á leið til Smolensk. 2. júlí voru framvarðarsveitir 3. og 4. bryndrekasveitar í sjónfæri við Dnépr, í Rogatsév. Halder hefur skrifað í dagbók sína 3. júlí: „Bar- átta okkar í Rússlandi verður að mestu út- kljáð á hálfum mánuði. Eftir nokkrar vikur verður öllu lokið.“ í raun og veru var það svo, að uppfrá þessu fóru yfirmenn hryndrekasveitanna að merkja alvarleg bakföll í gangi bardagans. Þrátt fyrir gefnar skipanir um það að um- kringja rússneska herinn hikaði Hitler við að senda bryndrekasveitimar mjög langt fram þannig að Rússamir yrðu ekki of fjöl- mennir og illskeyttir í vörninni að baki þeim. Guderian og Hoth urðu margoft að hafa sjálfir framkvæði um athafnir sínar og þvínær að óhlýðnast skipunum yfir- stjómarinnar til að halda áfram sókninni. Það var ekki fyrr en 16. júlí, að framverðir Bockhersins (29. deild vélahersveita fót- gönguliðsins) komu til Smolensk. Bryn- drekarnir voru þá 300 kílómetra frá Moskvu. Þetta var hernaðarlega og stjóm- málalega úrslitastund. Guderian, Bock, Halder, Brauchitsch sjálfir kröfðust þess að sókninni yrði þegar í stað haldið áfram til Moskvu, ekki ein- ungis vegna þess hve sálfræðilega mikilvæg taka höfuðborgar Sovétríkjanna yrði, held- ur fyrir það líka að borgin var jámbrautar- miðstöð, sem stjórnaði öllu samgöngukerfi Sovétríkjanna. Hitler neitaði í fyrsta sinn í júlílok. Nú var Guderian þegar farinn að örvænta um að höfuðmarki herferðarinnar yrði náð fyrir haustið 1941. Gagnáhlaup Rússanna voru kröftug. Sovézku hermenn- irnir börðust af þrótti og ekki skorti þá liðsauka. Framsókn Þjóðverja var afar hæg, of hæg til að nokkur von væri til að gert yrði útaf við Rússland í einu áhlaupi hvem- ig sem allt veltist. Fyrstu afleiðingar mótstöðunnar komu í ljós 27. júlí. Á fundi herforingjaráðs mið- hersins í Borisov var tilkynnt að frestað yrði allri sókn til Moskvu. Guderian, sem var meðal fundarmanna, kom þaðan mjög bölsýnn. „Allir aðstoðarmennirnir voru á þeirri skoðun, að þannig ynni óvinurinn tíma til að koma á fót nýjum hersveitum og styrkja hverja víglínuna á fætur annarri með óþrotlegum mannafla sínum og með þessu móti yrði baráttan ekki leidd til lykta á skömmum tíma, sem þó er bráðnauðsyn- legt.“ Hinn 29. júlí gekk Guderian í skyndi fyrir Schmundt ofursta, fyrsta aðstoðarfor- ingja Hitlers til að reyna að fá endanlega ákvörðun hins síðarnefnda og síðan skipun um að taka upp aftur sóknina til Moskvu. 4. ágúst var það í Borisov, að Hitler við- stöddum, sem Hoth, Guderian, allir fyrir- menn miðhersins og Bock sjálfur, voru á einu máli um, að „það riði á öllu að halda áfram sókninni til Moskvu.“ Einvaldurinn hlustaði á þá, skýrði fyrir þeim, að fyrst yrði að taka Leníngrað, jafna hana við jörðu, ná Úkraínu á sitt vald og þó fyrst og fremst Krímskaganum, „flugvélamóður- skipi Sovétríkjanna, sem beint væri gegn olíusvæðunum í Rúmeníu." — Þann 18. ágúst var enn ekki búið að taka neina á- kvörðun. Þann dag lagði Brauchitsch fyrir Foringjann skýrslu, sem hafði að geyma 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.