Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 91
LEIKHÚS ans minna á særðan lítilmagna, en Stanton á að hafa í fullu tré við þetta fólk. Guðrún Asmundsdóttir virðist standa fyrir sínu þangaðtil sannleikurinn kemur í ljós — hinum hluta persónunnar nær hún ekki. Guðrún Stephensen skilar rithöfundinum látlaust og rétt og mundi standa skamm- laust í miklu betri sýningu en Iðnó hefur nú uppá að bjóða. Leiktjöld Steinþórs Sigurðssonar eru eit- ursnjöll. Forkostuleg dýpt og rými á þessu þrönga sviði. Þessi sýning er enganveginn eins góð og hæfileikar leikaranna gefa tilefni til — mik- ið af því verður að skrifast á reikning leik- stjórans. Iðnó hefur það sem af er þessu leikári ekki sett merkið jafnhátt og oft áður og verður ekki séð hvað því veldur — enn lifir nokkuð vetrar. Frá fyrra ári tók Þjóðleikhúsið upp aftur sýningar á Allir komu þeir ajtur, amerískri hermannarevíu, sem aldrei átti neitt erindi á íslenzkt leiksvið. Vafasamt er að leikarar hafi neinn áhuga á því að vinna við slíkt verk og enn vafasamara að leikhúsgestir taki við sér gagnvart þessum staðbundnu bandarísku herbúðabröndurum. Einstaka spekingar hafa verið að jafna þessu verki við Góða dátann Svejk og mætti þá eins vel jafna brandaradálkum dagblaðanna við Don Quichote. Eftir þessu varð uppsetn- ingin, algjört stefnuleysi, þó einstakir leik- arar reyndu að gera eitthvað úr sínum hlut, skemmtilegastur var Róbert Arnfinnsson. Fyrir hundrað árum samdi Matthías Jochumsson Útilegumennina og hefur þá líklega sízt af öllu órað fyrir því hvað úr þeim yrði orðið öldinni síðar. Þetta er eng- in áfellisdómur um framsýni þjóðskáldsins, svo einstæður atburður sem þessi afmælis- sýning varð. Það er með ólíkindum að nokkuð hliðstætt hafi gerzt í leikhússögu veraldarinnar. Þjóðmenningarástandið get- ur kristallazt í einni perlu og enn hefur þetta gerzt hér hjá okkur „fáum, fátækum og smáum“. í Skugga-Sveini er upprunaleg- ur og einfaldur tónn, einlægni, kýmnin er líklega barnaleg frá sjónarmiði þeirra sem agað hafa eyra sitt við skálaræður góðborg- ara, bíleigendur kalla þessháttar víst sveita- mennsku og þykjast vera þess umkomnir að skammast sín fyrir slíkt. Nákvæmlega þetta hefur gerzt með Skugga vesalinginn, „leik- menning þjóðarinnar" er farin að skamm- ast sín fyrir hann og reynir nú að dubba hann upp í útlenzk skartklæði. Hann verð- ur ósköp ankannalegur í þessum búningi og búningurinn ankannalegur á honum. Þeg- ar hugsað er um þessa sýningu detta manni ósjálfrátt í hug kátbroslegar myndir af hegðun nýríkra frúva, sem vilja sízt af öllu koma upp um „sveitamennskuna“ og sjá má í útlöndum drekka viskí með matnum til að undirstrika heimsmennsku sína. Þjóðleik- húsið þjáist af hliðstæðum menningaralko- hólisma, sem stafar af minnimáttarkennd gagnvart öllu því, sem íslenzkt kynni að finnast í fari þess. Það lítur á það sem hlutverk sitt að apa gagnrýnislaust tízku- fyrirbæri hverskonar úr útlöndum án þess að gæta þess hvort um er að ræða fjölleika- hús eða næturklúbba. Tilorðning íslenzks leikhúss kemur því ekki við og virðist ekki hvarfla öllu fremur að forráðamönnum þess en eiginkonan að íslenzkum heildsala þar sem hann situr á næturklúbb í París með sýningarstúlku á feitu lærinu og pantar meira kampavín. Svona dyggilega þjónar leikhúsið stefnuleysi og menningartóm- leika íslenzkrar borgarastéttar. Menningarstefna Þjóðleikhússins er eng- in. Þar ríkir formleysið eitt ofar hverri kröfu. Fátt er svo með öllu illt. Fyrirstaðan er þessvegna heldur engin og þarvið skýrist þetta undraverða sem einstöku sinnum ger- ist, að þangað villast nýstárleg verk og fá TÍMARIT máls oc mennincar 81 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.