Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 101
TTMSAGNIR UM BÆKUR mestu svik heimsbyggðarinnar hamingju- samlega til lykta,“ eins og Guðmundur seg- ir. Seint og um síðir tekst þeim systkinum að koma fram hefndum, Siggeir konungur er inni brenndur en á þeirri stundu kýs drottning að fylgja bónda sínum í dauð- ann, þykir henni nóg að gert er hefndum hefur verið komið fram. „Skal ek nú deyja með Siggeiri konungi lostig, er ek átta hann nauðig,“ segir hún í Völsungasögu á þeirri stundu. — Guðmundur rekur þráðinn enn um sinn, segir frá því er Sinf jötli vegur son stjúpu sinnar, Borghildar drottningar, fer síðan í víking en er byrlað eitur af Borg- hildi við heimkomuna í veizlu, samkvæmt Völsungasögu var faðir hans þá orðinn of ölvaður til að bjarga lífi hans. Þótt Guð- mundur fylgi atburðarás Völsungasögu all nákvæmlega er frásögn hans að sjálfsögðu fyllri og fyrirferðameiri, enda er bók Guð- mundar upp á 260 blaðsíður en samsvar- andi kapítular Völsungasögu um 20 síður. Guðmundur bætir í söguna ýmsu fólki, svo sem skáldinu Hlini, ambáttinni Njólu. Þótt ekki hafi ég lesið allar skáldsögur Guðmundar Daníelssonar, segir mér svo hugur að Sonur minn Sinfjötli sé mest þeirra og höfundur virðist á margan hátt hafa lagt alúð við verkið. En bækur Guð- mundar hafa einmitt verið með því marki brenndar að taumlaus vinnugleðin hefur borið ofurliði upprunalega skáldgáfu höf- undarins. í þessari nýju bók Guðmundar ljóma beztu kostir hans, en gallarnir hálfu auðsærri en fyrr. Sonur minn Sinfjötli er skrifuð af frjórri frásagnargáfu og mikilli sögugleði, bókin er spennandi í bezta lagi, læsileg og fjör- lega skrifuð. Þótt höfundur hefði að ó- sekju mátt draga efnið meir saman og herða á hnútunum, hefur hann furðu mikið vald á því og hikar hvergi. Hann spinnur sögu- þráðinn af kunnáttu og beitir stundum listbrögðum. Sagan losnar þó úr reipunum nokkuð er fram í sækir, einkum verða síð- ustu kaflarnir losaralegir og þar fitjar höf- undur í rauninni upp á nýrri sögu. Þar hef- ur höfundur fylgt um of leiðarhnoða Völs- ungasögu. Ef Guðmundur Daníelsson hefði til að bera dýpri skilning á sálarlífi fólks, stfl- festu, frumleik og nærfærni þætti mér ekki ósennilegt að hann væri í röð beztu rithöf- unda okkar. Hann hefur ósvikna epÍ9ka sagngáfu. En fyrrtaldir eiginleikar virðast honurn fjarri og því fer sem fer. Ymsir merkir rithöfundar hafa ritað sögu- legar skáldsögur í því skyni að varpa nýju ljósi á samtímann, aðrir í því skyni að koll- varpa hefðbundinni söguskoðun og oft fer þetta tvennt saman, tildæmis í Gerplu Kilj- ans. Aðrir láta sér nægja að setja saman skemmtilega sögu og nota til þess sögulega atburði. Guðmundur fylgir í einu og öllu hefð- bundnum skoðunum á lífi þess fólks er hann skrifar um, sýnir það ekki í nýju ljósi, færir það ekki nær okkur á neinn hátt né bætir við þekkingu okkar. Við fáum í raun- inni engu betri hugmynd um líf og örlög þessa fólks en finna má í Völsungasögu. Auk þess er Völsungasaga að því leyti hent- ari nútímamönnum að hún er styttri og fljótlesnari. Þó höfundur læði að nokkrum kristileg- um spakmælum í sögulok, snertir sagan á engan hátt vandamál okkar tíma né heldur varpar hún Ijósi á stöðu nútímamannsins. Halldór Kiljan Laxness hefur í Gerplu dregið rykfallna víkinga, skáld og hetjur of- an af hillum sögunnar, sýnt okkur þetta fólk allt í nýrri mynd, kollvarpað skoðun- um okkar um þá öld er þá var og um leið sett samtímann á svið í hrollskæru ljósi. Halldóri er gefin sú elja fræðimannsins og list skáldsins að gera fólk þetta trúverðugt, satt og lifandi, þannig að við finnum að þar slær okkar eigið hjarta, þar talar tunga 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.