Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 103
UMSAGNIR UM BÆKUR Gísli Kolbeinsson: Rauði kötturinn ísafoldarprentsmiðja 1961 SjÓmennska og skáldskaparnáttúra eru íslendingum í blóð bomar frá fornu fari. Þó hefur þetta tvennt sjaldnar farið saman en ætla mætti. Mörg skáld okkar hafa þó stundað sjómennsku part úr ævi, sótt í siglingar yrkisefni, og sjórinn er víða lifandi þáttur í skáldskapnum. En þessi siglinga- og skáldaþjóð hefur þó aldrei eignazt vemlegt sjómannaskáld í líkingu við Joseph Conrad eða Melville. Má það undarlegt teljast, þar sem sjómennska og siglingar eru óþrotleg söguefni og býsna fjölbreytileg. Nú fyrir jólin kom út skáldsaga eftir ungan íslenzkan sjómann, Gísla Kolbeins- son. Hann hefur undanfarið stundað sjó frá Vestmannaeyjum, en var áður víða í fömm á íslenzkum verzlunarskipum, hefur lokið prófi frá Stýrimannaskólanum en þar áður stundað nám í menntaskóla og mun einnig hafa numið um skeið myndlist við Kúnst- akademíið í Kaupmannahöfn. Við lestur sögunnar kemur fljótt í ljós að myndlistin liggur ekki fjarri skáldinu, honum er lagið að draga upp skýrar og ljós- ar myndir í rituðu máli, lýsa fólki, um- hverfi þess og viðbrögðum þannig að það stendur lesandanum ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Sögufólkið í Rauða kettinum er allt greinilegt og athafnir þess eðlilegar. Höfundur markar sér ákveðið svið, gætir þess að skjóta hvergi yfir markið og ætla ekki persónum sínum annað en það sem í þeim býr. Og því verður árangurinn sá að Rauði kötturinn er tvímælalaust í röð beztu skáldsagna sem hér hafa komið út á síðari árum. Sagan greinir frá ævintýrum íslenzkra sjómanna nokkra daga meðan skip þeirra liggur í höfn í Havana. Þeir kynnast sjó- mannaknæpum borgarinnar, þar sem föl er fyrir fé blíða kvenna, fangelsum borgarinn- ar þar sem fólk getur „gleymzt" mánuðum eða árum saman. Borgin sjálf, stræti henn- ar og torg, íbúar hennar með tónlist í göngulaginu, allt fær þetta sérstætt líf í sögunni og ber persónulegt svipmót, þótt við höfum ef til vill áður kynnzt svipuðum borgum og svipuðu fólki í bókum frægari höfunda. Við fyrstu sýn virðist svo sem höfundur hafi tileinkað sér um of stíl þann sem síð- ustu áratugi hefur mjög verið uppi í bók- menntum og sumir kallað „harðsoðinn“, smitandi stíll sem hefur leikið margan höf- und grátt. En við nánari aðgæzlu kemur í ljós að sá ótti er ástæðulaus hvað Gísla Kol- beinssyni viðkemur. Hann hefur að vísu margt lært af þessum rithætti en apar hann hvergi. Það er eigið andlit höfundarins sem birtist í bókinni, stíllinn er lifaður fremur en lærður. Víða hefði stfllinn meira að segja mátt verða knappari, lýsingamar mun styttri og orðfærri. Höfundur hefði einnig getað forðazt ýmsa óþarfa hnökra sem sum- staðar lýta ágæta frásögn. Atburðir sögunnar eru ekki stórir um sig né miklir að fyrirferð, Gunnar Garðarsson stýrimaður á Stapafelli verður ástfanginn af Lenu, kynblendingi, sem sýnir haítískan dans á „Rauða kettinum" og hefur fram- færi af blíðu sinni. Sigtryggur sem gengur í hvítum fötum og hefur kynnzt hitabeltis- löndum af lestri bóka, lendir í fangelsi fyr- ir litlar sakir; Lena tekur atvinnu sína fram yfir ástina, en gerir sér þó ferð í sögu- lok niður að höfn og hittir Gunnar um það bil er skipið lætur úr höfn, gefur honum að skilnaði verndargrip sinn, lítinn kross. Síð- an hverfur hún í fylgd með nýjum við- skiptavini, feitum negra. „Vel á minnzt, hversvegna freistar þú ekki gæfunnar, Mol- ander?“ hafði Gunnar sagt við negrann, fulltrúa skipamiðlarans. „Æ-æ-æ, þú ert 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.