Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fasisminn var reistur á, var dregin á tálar; hvernig kapítalisminn, sem hafði glatað virðingu almennings- álitsins, hafði hægt um sig fyrst fram- an af og þóttist nánast verða orðinn sósíalismi, til þess að geta því betur svæft róttæka umbótaþrá ahnenn- ings; hvernig Bandaríkin, eina land- ið sem hafði komið með stórfelldan gróða út úr heimsstyrjöldinni, beitti valdi sínu til að ónýta baráttukraft vinstriaflanna í Evrópu, og dæla blóði í visnaðar æðar auðvaldsins, með Þýzkaland sem þann gróðurreit „frelsisins“ sem amerískir auðhring- ar gátu notað án hindrunar; hvernig kalda stríðið var hið heimspólitíska tæki þessarar viðreisnar; hvernig frelsi kapítalismans fór að færast í aukana upp úr 1950, og hin félags- legu sjónarmið fyrstu eftirstríðsár- anna að víkja; hvernig það undur gerðist að kapítalisminn fór að hætta að blygðast sín fyrir tilveru sína; hvemig honum hefur tekizt að grafa beiska lærdóma sögunnar svo djúpt í undirvitund þjóðanna að hann dirfist nú að státa af þessari endurreisn sinni sem náttúrlegu og óhaggan- legu ástandi hlutanna; hvernig jafn- vel svo er komið á Íslandi að kapítal- isminn, sem naumast hafði þorað að birtast ódulbúinn í tugi ára, er básún- aður fyrir þjóðinni sem dýrð og sómi. Hugmynd Hitlers um „sameiningu Evrópu“ (Europa machen) fór aftur að fá byr undir vængi upp úr 1950, þegar mestu hættunni sem steðjaði að kapítalismanum í stríðslok virtist bægt frá. Sú hugmynd hefur nú sömu undirstöðu og hún hafði hjá Hitler: að treysta kapítalismann í sessi gagn- vart sósíalismanum, og veita honum það s\dgrúm (Lebensraum), sem á að gera honum fært að forðast hina ban- vænu hættu kreppunnar. Það er sam- þjöppunarlögmál auðmagnsins og ó- takmörkuð þörf fyrir sífellt stækk- andi markað, sem ræður stefnunni. En að öðru leyti hefur þessi hugmynd reyndar breytzt mjög að innihaldi frá því fyrst var farið að boða hana eftir stríðið. Það er athyglisvert að hún var uppliaflega einkum banda- rísk hugmynd og tekið með tregðu af evrópskri borgarastétt. Hinn evrópski kapítalismi gerir hana ekki að sinni hugmynd fyrr en kapítalistísk fram- leiðsla í Evrópu er á ný búin að ná hámarki, og offramleiðslukreppan, sem hefur herjað nærri stöðugt í Bandaríkjunum síðan fyrir 1950 er einnig að verða vandamál í Evrópu. Þetta er ofurskiljanlegt: evrópskur kapítalismi hafði engan áhuga á þess- ari hugmynd fyrr en hún varð honum nauðsynleg. Samkvæmt hinni upprunalegu hug- mynd Bandaríkjamanna átti „sam- einuð Evrópa“ (sem hlutverk Atlants- hafsbandalagsins skyldi vera að teygja að minnsta kosti austur að landamærum Sovétríkjanna) ásamt 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.