Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í samræmi við þessar staðreyndir
er áætlun stórauðvaldsins í hjarta
Evrópu að mynda stór-ríki sem hafi
bolmagn til að tryggja tilveru sína,
þ. e. a. s. geti ekki aðeins hindrað að
bandarískir auðhringar leggi Evrópu
beinlínis undir sig, heldur treystist
einnig til að helga sér sinn part
af „annarsflokksríkjum“ heimsins.
Hér er einkum um að ræða Afríku,
því næst hættunni af amerískri fjár-
festingu í Evrópu (sem er tiltölulega
auðvelt, enn sem komið er, að af-
stýra), er ekkert sem ógnar hinum
evrópska kapítalisma jafn-mikið og
yfirgangur Bandaríkjamanna í Af-
ríku, tilraunir þeirra til að „stela“
Afriku frá evrópsku auðvaldi.
Það er óhj ákvæmilegur þáttur í
bjargráðaáætlun hins evrópska auð-
valds að það hafi allar nytjar af Af-
ríku, rétt eins og Bandaríkin af Suð-
ur-Ameríku, og með svipuðum skil-
málum. í Afríku fyrst og fremst á hið
kapítalistíska frelsi að fá að njóta
sín, þó að því verði haldið að ein-
hverju leyti í skefjum heimafyrir. Og
það væri óvarlegt að halda því fram
að útilokað sé að hin nýfrjálsu ríki
Afríku falli í þessa gildru. Byltingar-
ölduna sem fór um Afríku um 1960
hefur nú lægt, efnahagurinn er mjög
bágborinn, og hinar borgaralegu rík-
aríska auðvaldið. En jafnvel þar hefur hin
gífurlega bandaríska fjárfesting vakið tölu-
verðan ugg meðal fjármálamanna á síðustu
árum.
isstjórnir sem þar hafa víðast komizt
til valda, vilja ekki og geta ekki beitt
öðrum ráðum en að leita annaðhvort
til evrópskra eða amerískra ríkja um
„aðstoð“.
Þó ekki væri af öðru en þessari
keppni um Afríku verður hemaðar-
stefna og hervæðing einn aðalþáttur-
inn í pólitík hins evrópska stór-ríkis.
Hervæðing er reyndar öruggasta að-
ferðin sem kapítalistískt þjóðfélag
þekkir til að koma í veg fyrir krepp-
ur, en á hinn bóginn dugir ekkert
minna en atómstórveldi til að standa
jafnfætis Bandaríkjunum; en atóm-
stórveldi verður að minnsta kosti að
hafa 150 milljónir íbúa; m. ö. o.: það
þarf samanlagða framleiðslugetu
Þýzkalands, Frakklands og Ítalíu til
að standa undir atómhervæðingu.
Þetta er raunar hinn hernaðarlegi
kjarni Rómarsáttmálans.
En hinn hernaðarlegi kjarni Róm-
arsáttmálans er líka að svo komnu
máli hinn áþreifanlegi sannleiks-
kjami í þeirri kenningu að það sé
þróun tækninnar sem krefst samein-
ingar þjóðríkja í stór-ríki. Kenning-
in lítur í stuttu máli þannig út að
tæknin sé orðin svo flókin, kosti svo
mikla samþjöppun, þarfnist svo
geysidýrra vísindalegra rannsókna,
að þjóðríkin hafi alls ekki bolmagn
til að rísa undir þessu öllu. — Það er
athyglisvert að formælendur kenning-
arinnar minnast sjaldnast á atómher-
væðinguna. — En það er óhætt að
20