Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 78
MAGNÚS JÓNSSON
Spjallað um kvikmindagerð
í Ráðstjómarríkjunum
T dag voru rúmlega 10 milljón manna í
bíó í Sovétríkjunum. En síðastliðin tvö
ár er þetta meðaltala kvikmindahúsagesta
þar í landi dag hvem, árið um kring og fer
vaxandi.
Kvikmindirnar, sem þeir voru að sjá í
dag — eru að sjálfsögðu margvíslegar og í
þessum orðum langar mig til að segja ikk-
ur frá nokkrum mindum, sem gerðar hafa
verið nílega firir þessa áhorfendur.
Já, firir þessa áhorfendur. Því má ekki
gleima, að þær kvikmindir, sem gerðar eru
í Sovétríkjunum hafa ákveðnu hlutverki að
gegna, þær eru tæki til uppeldis eða einsog
þeir segja sjálfir: „Mindir okkar eiga ekki
aðeins að vera dægradvöl, þær verða að
vera sannar þ. e. sína lífið einsog það er í
þeim tiigangi að breita því — bæta það, í
nafni mannlegrar hamingju.“
í Sovétríkjunum eru nú árlega fram-
leiddar á annað hundrað leiknar mindir þ.
e. venjulega tveggja tíma mindir — auk
þess hundruð heimildarkvikminda og kvik-
minda til kinningar og fræðslu um flókin
vísindi og tæknimál.
Til þess að við sjáum skírar, hvað er að
gerast í kvikmindagerð í Sovétríkjunum nú
á dögum skulum við aðeins iíta á sögu
hennar. Við förum fljótt ifir og minnum á,
að það sem ég drep á í stærstu dráttum er
bísna flókið mál. Og sínu margbrotnara en
einíaldar alhæfingar benda til.
1917 fóru ekki 10 milljónir manna dag-
lega í bíó. Þeir höfðu öðru að sinna. Allt
fram til ’22 áttu þeir í stirjöld. First borg-
arastríð síðan stríð við innrásarlið fjöl-
margra annarra þjóða. Þeir þóttust vissir
um, að biltingin markaði aldahvörf ekki
aðeins í sögu þeirra heldur og alls mann-
kins. ICvikmindagerð var sama og engin, en
nú hófust þeir handa um að biggja upp nítt
samfélag manna. Og þar var kvikmindum
svo sem öllum listgreinum markað hlut-
verk: að vera til menntunar og uppeldis —
til uppbiggingar.
Og fólkið, sem hafði verið kúgað í svarta
mirkri fáfræði og volæðis tók öil völd í sín-
ar hendur og krafðist þess, að listin væri
firir sig en ekki þröngan forréttindahóp.
Það heimtaði auðskilda list.
Og það fólk, sem hristi höfuðið ifir
fljúgandi beijum og húsum á hvolfi á mál-
verkum eftir Sjagall tii dæmis, svo ekki sé
minnst á abstraktið — það setti ekki fram
neinar ákveðnar kröfur um það, hvað væri
auðskilið í kvikmindum, því þær áttu sér
eingar hefðir — og það skildi strax, hvað
vakti firir Eisenstein, svo dæmi sé tekið,
þegar hann sínir í þeirri frægu mind Brin-
drekinn Potemkin ekki annað af hermönn-
um keisarans, en röðina af stígvélunum,
sem þeir voru í. Stígvélum, sem marseruðu
einsog sálarlaus vél — í þessum mindum
skinjuðu áhorfendur strax tákn ruddalegs
hernaðaranda heimsku og ofbeldis.
Kvikmindagerð var scm sagt sú listgrein.
63