Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR daufa tilfinningu fyrir fram aS þessu, dreg- ur athyglina rígfast að sér, örlög hans verða svo miskunnarlaus, og hér er þaíf sem hið sterka skáld segir til sín, nú fer höfundur að fylgja sögu sinni verulega eft- ir, rekja harm einstæðingsins inn að rót- um, og sýna viðbrögð samfélagsins gagn- vart einstaklingi í nauð, hvern mann þorps- búar hafa að geyma, hvernig myndir hræsni, undirferli og ótti taka á sig og hvernig illgirnin breiðist frá einum til ann- ars. Onnur hugsun kemst ekki að í þorp- inu en sú að ísleifur hafi kæft bróður sinn viljandi, en enginn segir honum neitt í eyru né spyr hvemig slysið hafi viljað til, held- ur hvísla um hann sín á milli en hljóðna ef hann náigast, forðast Iiann sem morð- ingja og lykja um hann þagnarmúr. Kaup- maðurinn er sá eini sem segir honum hvað sagt er um hann og þykist trúa því að ís- leifur sé saklaus og ráðleggur honum að sækja kirkju en þar skágengur fólkið hann. Þá leitar hann til prestsins, en prestur er hræddur og segir: þú átt um þetta við guð og samvizku þína, ég get ekkert gert. Og þegar hann ætlar að rjúfa þagnarmúrinn með því að stjaka frá sér í búðinni og ger- ast hortugur, em augnaráð gefin sem hann flýr undan. „Þetta var eins og í draugasög- unum, eitthvað sem sótti fast að manni en ómögulegt var að festa hendur á“. Jafnvel Kristín gamla sem hugsað hefur um þvott fyrir hann kemur sér undan. Við og við reynir hann að hrista af sér ófögnuðinn og festa hugann við starf. En „löngunin til lífs- ins er ekki sterk og tilhlökkunin í framtíð- ina engin. En maður verður að lifa. Hann er oft búinn að endurtaka þau orð með sjálfum sér án þess að sannfærast um boð- skap þeirra.“ í þessu fátæklega hreysi var þó endur fyrir löngu hamingja, meðan þeir bræðurnir voru svo samrýmdir að þeir skildu ekki eina stund, léku sér saman og unnu saman og vinnan varð að leik vegna samhuga þeirra. Hvernig fór þessi sam- vera að taka á sig svona afskræmda mynd og enda með skelfingu? Ofsóknirnar lialda áfram og hann er að gefast upp. I marga daga fer hann ekki útfyrir húsdyr. Fólk veitir því eftirtekt, en enginn grennslast eftir hvort hann sé veikur eða dauður, vill ekki „hlaupa á sig að óþörfu". Og hér er það að kaupmannsdóttirin kemur aftur við sögu og rís í nýja stærð. Hún hafði frá upphafi verið óstýrilát, þrjóskazt við fyrirskipuðu iðjuleysi og við siðavendni móður sinnar en orðið að beygja sig og hvergi getað skeytt skapi sínu nema á varnarlausri vinnukonu, og hún hafði orðið að þola að vera send burtu og svift barni sínu og er í rauninni brotin kona þegar hún kemur heim aftur, en þó í upp- reisnarhug sem kemur í ljós er hún drekk- ur. Og nú rís hún upp og býður þessu þrælslundar þorpi og almenningsálitinu byrginn, „klæðir sig uppá og gengur í allra augsýn" heim til Isleifs og sezt að hjá hon- um, og nú er sú stúlka sem hann hefur þráð frá æsku en „vissi að var honum eins fjarri og stjörnumar" komin til hans í þjáningunni og býður honum ást sína og vill að þau giftist. Enn hefur komið í sög- unni atvik, sterkt og óvænt, sem hverfir að nýju þorpinu og vekur hneyksli, annars konar en áður, og varpar frá nýrri hlið Ijósi á þorpsbúa og þá einkum kaupmanns- hjónin. Frúin gengur fyrst í málið og kall- ar dóttur sína fyrir. „Það er sjálf refsi- nornin sem stendur nú yfir stúlkunni, sekri um athæfi án dæma í plássinu." En vald foreldranna er brotið yfir þeirri dóttur sem nú er risin upp gegn þeim og „öllu því sem tilvera þessa pláss byggist á.“ Ilótanir for- eldranna um að ísleifur verði dæmdur af sýslumanni fyrir morð eða tekið verði af honum húsið og báturinn og þeim synjað um úttekt hafa engin áhrif framar. „Ég geri það sem mér sýnist, þú ræður ekki yfir 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.