Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 87
UMSAGNIR UM BÆKUR mér lengur,“ segir hún við móður sína, og við föður sinn: „Þér er velkomið að hafa heiðurinn af því að svelta dóttur þína í hel — það er ekki morð.“ Og Isleifur og Jósabet, hin tvö útskúf- uðu í þessu plássi, búa sig undir að lifa líf- inu. ísleifur er hinn veikari, trúir varla að henni þyki vænt um sig. „Ertu ekki að leika eitthvert tafl við foreldra þína, hefna þín eða eitthvað?“ Kannske hef ég alltaf elskað þig, segir hún, en kannske er það harm- leikur en ekki ást sem hefur dregið okkur saman. Þau ætla að giftast og hún ætlar að róa með honum næstu vertíð. Og það geng- ur eins og stef á milh þeirra. Hann hafði efazt um boðskap þeirra orða að maður verði að lifa. Ifún segir: Maður verður að lifa og berjast fyrir lífinu. Stefin kveðast á: Verður maður að lifa? Maður verður að lifa. En skáldið er ekki á því að láta slakna á söguböndunum, eða hlífa mönn- um við beiskum sannleika. Hann veit að örlögin slaka ekki á klónni, að þeim veik- lynda og útskúfaða, þeim sem þjóðfélagið vill koma á kné, er ekki sigurs unnað. ísleifur hefur komið á báti sínum að landi og fest honum vandlega við bryggju því að stormur er, en allt í einu sér hann að bátinn rekur frá landi, það hefur verið skorið á landfestar hans, og ísleifur drukknar við að bjarga honum. Hópur hef- ur safnazt fram á kambinn og þegar Jósa- bet sér ísleif hverfa í brimlöðrið snýr hún sér að fólkinu og skekur hnefana upplyft- um höndum, svo hnígur hún í ómegin. Og þá hverfðist þorpið einu si.nni enn: Næstum hvert mannsbam í plássinu var við útför ísleifs. Hræsnin springur út í feg- ursta blóma eins og litrík rós og breiðir ilm sinn yfir staðinn. Jósabet ein situr heima og reynir að drekkja sorg sinni, og hún hrópar í veikleika sínum og harmi, að hún mundi halda áfram að „berjast fyrir þá sem eru mannlegir og breyskir, gegn hatri og hégómaskap hræsnaranna.“ Eru þá Blakkar rúnir saga sem rétt sé að fleygja frá sér og kasta í ruslakörfuna ? Eg held miklu fremur að hún sé svo göldr- ótt að þó henni væri kastað á eld þá muni hún koma jafn heil úr logunum. Eftir að hafa farið yfir söguna á nýjan leik er mér nær að lialda að hún eigi langt líf fyrir höndum og verði talin ein af beztu sögutn Halldórs. Ifann leiðir menn fyrst af stað eftir algengum troðnum slóðum en áður en varir er hann kominn með lesenduma út í gerningahríð, út í harðan lífsstrauminn, og einstaklingarnir, flæktir í þéttriðna möskva, undrast hvar komið er, hve ger- samlega er orðið öðru vísi umhorfs en þeg- ar lagt var af stað út í lífið hinar einföldu götur. Og hver man lengur hvert þorpið var, því hvar muntu geta staðsett eða tíma- bundið örlagadóminn, hræsnina, illgirnina og hégómaskapinn. Er síldarplássið annað en sú gamla veröld, síbreytileg frá vegin- um og deginum, þitt eigið umhverfi hvar sem þér er ætlaður staður og stund. Kr. E. A. Grískar þjóðsögur og æfintýri Friðrik Þórðarson sneri úr grísku. Heimskringla 1962. að þyrfti að leita langt til að finna byggt ból, þar sem ekki eru á kreiki einhverjar munnmælasögur og æfintýri, sem ganga frá kynslóð til kynslóðar. Slík- ar þjóðsögur eiga upptök sín aftur í rammri heiðni, en hafa lifað fram á vom dag, einkum í afskekktum byggðarlögum, þar sem menn lifa óbrotnu lífi og eru í nánum tengslum við móður náttúru, heim- 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.