Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 91
UMSAGNIR UM BÆKUR eins og söguljóðum hæfir. Þar eru langsótt listbrögð til trafala, en undirrituðum finnst orðfærið sumstaðar full hversdagslegt. Þess má ekki láta ógetið að Prentsmiðj- an Hólar hefur gert bókina forkunnarvel úr garði. Magnús T. Ólafsson. 1‘ojstcinn frá Hamri: Tannfé handa nýjum heimi Helgafell 1960. Liiandi manna land Heimskringla 1962. TT'inhver athyglisverðasta ljóðabók síð- ustu ára er óhikað Tannfé handa nýj- um lieimi eítir Þorstein frá Ifamri. Þetta var önnur bók hans; hann var liðlega tví- tugur og orli þannig um sjálfan sig: fór ég of finnmörk í fornyrða hríð alsýldur alda snœvi brœðir mig eimur asfalls unz koldökkur stend og kviknakinn alls tákn eða einskis. Þótt þetta kvæði geti að vísu ekki talizt til hinna beztu í bókinni er það fyrir ým- issa hluta sakir merkilegt. Það heitir Tákn. Tákn um breytingar íslenzks þjóðlífs á síð- astliðnuin áratugum: fólksflutning frá sveitum til Reykjavíkur; undanhald gam- allar bændamenningar fyrir nýrri og ómót- aðri borgmenningu ásamt æ nánari kynn- um af útlendri menningu og ómenningu; en jafnframt tákn um þróun í lífsviðhorfi og skáldskap Þorsteins sjálfs. Þetta tvennt — það almenna og það sérstaka — er að sjálfsögðu bundið órofa tengslum og birt- ist Þorsteini sem eitt vandamál. Vandamál sem stendur í brennipunkti þessarar bók- ar. Þorsteinn frá Hamri hefur algjöra sér- stöðu meðal íslenzkra ungskálda að því leyti hvað hann er þaulkunnugur og sam- lifaður íslenzku máli, bókmcnntum og og sögu. Þetta er mikill styrkur eir.s og beztu kvæði þessarar bókar og Lifandi manna lands sýna og eftir mun eiga að koma jafnvel enn betur í Ijós. Gott dæmi um það hvernig fortíðin hfir í vitund hans og skynjun er kvæðið Heiðni: barn að aldri, segir hann, sá hann goðheim í kjarr- inu og vígðist til heiðinnar trúar. Hugblær kvæðisins er karlmannleg ró og æðruleysi, — einmitt þeir eiginleikar sem heiðinn hugsunarháttur taldi til höfuðdyggða. Kvæðið er listaverk; og sýr.ir m. a. að það eru aðrar leiðir heillavænlegri til að nálg- ast í ljóði fornan hugsunarhátt og forna erfð en að „yrkja fomt“. Og þá er komið að hinni hlið málsins: þess er sem sé ekki að dyljast að hinn forni arfur birtist í þessari bók Þorsteins ekki eingöngu sem styrkur, heldur háir hann honum enn að nokkru leyti, og það með tvennum hætti: hann stendur í vegi fyrir aðkallandi yrkisefnum úr veruleik nútím- ans; og hann kemur víða fram of ómeltur í málfari kvæðanna. Bókin endurspeglar hvernig gamalt og nýtt togast á um skáldið. Fortíðin birtist honum sem heillandi draumheimur (— „óráðinn draumur“ (Trcð); „draumsvciparnir ... gára vötnin og flytja mér ómett höfuð liðinna tíða“ (Eign) —) er liafi skáldlegt gildi í sjálfu sér, og þessa eign sína (sbr. samnefnt kvæði) vill hann gefa í tannfé handa nýj- TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 81 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.