Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 105
UMSAGNIR UM BÆKUR barnið hans á fimm árum, og ekki það ó- efnilegasta. Þarna var sál hans öll, svör hans við vandamálum lífs og dauða. En eitt þótti honum þó á skorta um þessa bók. Hún þurfti gunnfána, einkunnarorð, sem túlk- uðu þessa eldsál, þennan hólmgöngumann nýíslenzkra bókmennta. Og hann tók að leita sér einkunnarorða í erlendum bókum og innlendum. Það var löng leit. Hann fletti upp í symbohstunum frönsku, þessum sem íslenzkir vita ekkert í, en jafnvel þeir gátu ekki gefið meistaraverki hans þá reisn, sem við átti. Hann las öll kvæði forn- vinar síns Steins Steinars, en honum leizt ekki á hið kalda glott hins látna skálds, lokaði Ijóðum hans í skyndi (það var líka jafngott). Eftir langa og næm örvona leit fann hann loks tvær Ijóðlínur hjá jarð- bundnum einsýnismanni, er búið hafði á úteyrarkoti jarðnesks þrönglyndis: Og lífs- ins kvöð og kjarni er það að líða/og kenna til í stormum sinna tíða. Þetta átti hann þá til, þessi búri og jarðvöðull, svo „þjösna- lega opinskár" í kvæðum, og orti aldrei í krossgátum symbolismans. Þessar ljóðlín- ur, sem voru sannleikurinn allur í stuttum stefjum um Stephán G., líf hans og Iffshug- sjónir, voru nú teknar ófrjálsri hendi og letraðar á titilblað 13. bókar Matthíasar Jóhannessens — og urðu að stórlygi á sömu stundu. Hér á þessum stað skal enginn dómur á það lagður, hvort Stephán G. hafi verið mikið eða lítið skáld. En eitt er víst: bæði sem skáld og maður er hann einstætt fyrir- brigði í íslcnzkum bókmenntum. Hann var guðleysingi, skáldskapur hans er markaður díalektískum materíalisma, þótt ég hafi ekki hugmynd um hvort eða hvar hann hafi kynnzt þeirri heimspeki fræðilega, hann var byltingarsinni, sem á heimsstyrjaldar- árunum fyrri orti ljóð, er að efni til túlk- uðu stefnu Leníns, þótt hann hafi þá ekki haft hugmynd um að sá maður væri til, og eitt íslenzkra skálda fagnaði hann byltingu bolsjevíka og taldi hana forboða að betri framtíð alls mannkyns. Það er blátt áfram ekki hægt að taka Ijóðlínur frá slíkum manni og gera þær að einkunnarorðum þessarar bókar Matthíasar Jóhannessens án þess að þær breytist samstundis í klám og lygi. Það er ekki hægt að nota ljóð Step- háns G. til þess að helga bók, sem er skrif- uð í andkommúnistískum sorpprósa Morg- unblaðsins. Að lokum þetta: Herra Matthías Jó- hannessen lýkur eintali sínu um skáldskap Stepháns G. með spurningu: hvort lionum tnuni hlotnast sú hamingja að verða ís- lenzkt þjóðskáld um ómunatíð? Ég skal svara þessari spurningu hólmgöngumanns- ins í nýíslenzkum bókmenntum: Þegar all- ar þrettán bækur Matthíasar Jóhannessens, rímaðar, órímaðar og í prósa, verða horfn- ar aftur til upphafs síns og orðnar að leir, munu eikur Stepháns G. Stephánssonar standa enn djúpt í sinni gömlu mold, stolt- ar, fagrar og í fullu laufi. Sverrir Kristjánsson. 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.