Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 111
brögð, sem hann átti helzt í samkeppni
við (gnósis, Manikeisma, Mitradýrkun o. s.
frv.). Með slíkum samanburði hefðu bæði
orðið ljós hin nánu tengsl kristindómsins
við hinn almenna hugmyndaheim íbúa
Rómaveldis (sem um leið hefði orðið les-
endum skýrari) og einnig af hvaða lindum
hann jós sérstaklega. Þetta er þýðingar-
mikið, því að með kristindómnum mynd-
ast m. a. harla afdrifarík tengsl við Gamla
testamentið og hugmyndaheim Gyðinga,
sem móta síðan mjög alla hugsun Evrópu-
manna á miðöldum. Þeir sem einhverntíma
hafa kynnt sér stjórnmálakenningar þær,
sem miðöldungar settu fram, munu kannast
við það, hve sögur úr Gamla testamentinu
skipa þar háan sess, og hve mikilvæg „gyð-
ingleg áhrif“ eru þar. Kristindómurinn
mun einnig hafa rnyndað tengsl við ýmis
austræn menningaráhrif og stuðlað að út-
breiðslu þeirra í Evrópu, m. a. austrænnar
helgitónlistar. Með því að bera saman hug-
myndakerfi kristindóms og þeirra trúar-
bragða, sem hann keppti við, hefði e. t. v.
mátt leiða nokkur rök að því, hvaða þörfum
alþýðu Rómaveldis kristin trú fullnægði
svo mjög að það nægði henni að lokum til
sigurs. Mörg athyglisverð vandamál eru
tengd þessu. Höfundur nefnir einu sinni
alþekkt dæmi úr Mattheusarguðspjalli (bls.
220) og skýrir þjóðsögukenndan uppruna
orða, sem Kristi eru þar eignuð. Það hefði
e. t. v. varpað nokkru ljósi á þau vandamál,
sem ég nefndi áðan, að skýra á þennan
hátt tilurð guðspjallanna í heild (og e. t.
v. annarra frumkristinna rita) og í hvaða
tilgangi hvert þeirra var ritað (slík frásögn
hefði ekki sprengt um of rainma ritsins,
þar sem hinar elztu kristnu bókmenntir
hafa að sjáifsögðu mun meiri áhrif á 4. og
5. öld en þegar þær voru ritaðar). En öll
slík rannsókn er miklum erfiðleikum bund-
in, ekki sízt vegna þess, að misbrestur hef-
Umsagnir um bœlcur
ur stundum orðið á því, að sagnfræðingar
hafi fjallað um þessi mál af sama hlutleysi
og sálarró og þeir hafa rannsakað hrun
Rómaveldis.
Höf. gerir síðan þróun kirkjunnar sem
stofnunar og viðskiptum hennar við ríkis-
valdið ágæt skil. Honum verður að vísu á
heldur leiðinleg mótsögn, þegar hann segir
fyrst á bls. 39: „Þegar Díókletíanus hóf
stórofsóknina á hendur hinum kristnu söfn-
uðum, þá var hér ekki um að ræða ofsóknir
gegn leynilegum og ólöglegum félagsskap,
heldur svipting réttinda, er kristnir menn
höfðu notið um langan aldur, þegar frá eru
talin nokkur stutt ofsóknartímabil". Og síð-
ar á bls. 211: „Þegar kirkjan reis upp úr
katakombunum og hlaut frelsi til jafns við
önnur trúmálafélög virðist hún hafa átt
nokkrar eignir". Og: „A þeim öldum er
kirkjan mátti ekki um frjálst höfuð strjúka
í Rómaríki ...“ En þetta kemur naumast
að sök, þar sem það kemur fram í frásögn-
inni hvort réttara er. Höf. rekur mjög vel
helztu atburði þessa flókna drama og tengir
jafnan sögu kirkjunnar við rómverskt þjóð-
líf, eins og vera ber. Einnig gerir hann góð
skil þeim ádeilubókmenntum, sem spruttu
upp af þessari baráttu og veita okkur mikla
innsýn í hugarheim Rómverja. Ef til vill
hefði þó mátt segja nokkuð ýtarlegar frá
stjórnmálakenningum heilags Ágústínusar.
Þær liöfðu að vísu ekki bein áhrif á stjórn-
mál samtímans, en síðar jukust áhrif þeirra
sífellt, og það er ekki of mikið sagt, að
allir þeir, sem um stjórnmál rituðu á mið-
öldum fram til loka 13. aldar, þegar áhrifa
frá Aristótelesi fór að gæta að nýju, hafi
byggt á kenningum heilags Ágústínusar að
meira eða minna leyti. Og það var hann
sem smíðaði þau vopn, er páfar notuðu síð-
ar gegn keisurum. Þessir lærisveinar Ágúst-
ínusar fóru þó engan veginn alltaf rétt með
hugsun meistarans. f einum þekktasta kafla
429