Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Side 119
Sjálfum sér trúr
Halldórs. En spurning Guðrúnar, sem er endurtekin í bókarlok, er spurnin
sem veriö er að leita svars við með sögunni. Það er spurningin um tilveruna
og inntak hennar. Að nokkru leyti sér Guðrún líf sitt í samanburði við villu-
ráf sitt á fjöllum uppi. Tilvera hennar er ekki undir umhverfinu komin,
hefðbundnu sveitalífinu, heldur henni sjálfri háð. Ytri aðstæður virðast
skipta minna máli. Breytnin varðar öllu. Sem fulltrúi þessa minnis er Guð-
rún aðalsöguhetjan, og hún er skyld hinni löngu röð einstaklinga í verkum
Halldórs sem ekki hlíta ytri skilyrðum og vega fyrirbrigðin ekki á löggiltar
reizlur, heldur á sínar eigin. Næsti fyrirrennari hennar er Jón Prímus í
Kristnihaldi undir Jökli, en í samjöfnuði við hann er hún miklu raunveru-
legri og með öllu laus við dulýðgina sem er inngróin ýmsum öðrum full-
trúum þessarar sérstöku kiljönsku manngerðar.
Sögumaður skeytir eigin athugasemd við söguna af brauðinu: „margan
mundi lánga í svona brauð“ (bls. 92). - Brauð upp á líf og dauða? En
smiðshöggið er eftir. „Hvað varð um brauðið?“ spyr sögumaður Guðrúnu,
en hún man ekki. „Ætli það hafi ekki verið gefið hrossum11, (s. st.) seg-
ir hún.
I augum Guðrúnar varðar atvikið eða sjálfur hluturinn litlu, en siðaboðið
öllu. Finnbjörg skilur hvað veldur atferli Guðrúnar með brauðið, og það
verður síðar til þess að hún fær Guðrúnu kaleik Mosfellskirkj u í hendur.
Enda þótt hún frábiðji sér hann tekur Guðrún við kaleiknum, og í krafti
þess - að sögn sögumanns - stendur kaleikurinn nú í kirkjunni. Kirkja eða
brauð; slíkt virðist jafngilt að mati Guðrúnar. Aðalatriðið er að vera sjálf-
um sér trúr.
Hvert þeirra Olafs, Finnbjargar og Guðrúnar er fulltrúi liðinna tíða.
Einna sízt þó Guðrún, enda er hegðun hennar umfram allt óháð tímanum.
Ein megimddd bókarinnar spannar andstæðu fortíðar og nútíma; hin miklu
umskipti á íslenzku þjóðlífi sem flutu af lifnaðarháttum nútímans.
Fortíðin er ekki gyllt á þessari bók, enda þótt sögumaður ítreki nokkrar
dygðir svo sem vanþekkingu sveitamanna í hugtökum eins og erfiður (bls.
36) eða sóðalegur (bls. 154). Fáir dómar eru felldir, og sögumaður er jafn-
efagjarn um fornt sem nýtt, helzt að hið nýrra kynni að reynast heldur lak-
ara eða lengra út í hött. Alla vega hefur lífi farið sífellt hrakandi síðan
miðaldir leið:
Þegar gróðri hafði verið eytt öldum saman, og ekki neitt látið vaxa í staðinn, lagðist
ölgerð niður í Laxnesi á fimmtándu öld og var þeirri stefnu haldið áfram þangað til í
109