Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 134
Tímarit Máls og menningar
alltaf ef ekki gersamlega út í hött, þá tiltölulegu óviðkomandi. Því að hér er
söguþráðurinn ekkert aðalatriði. Sérkenni þessarar bókar eru á allt öðru
sviði.
3
1 nútíma skýringu á skáldsögum er orðið algengt að tala um sjónarhorn
höfundarins í framsetningu sögunnar. Skoðar hann persónur sínar utanfrá,
eða er sagan sögð út frá sjónarmiði sjálfra þeirra? Að minnsta kosti á yfir-
borðinu virðist þessi saga vera sögð utanfrá. Höfundurinn er viðstaddur
einsog ósýnilegur áhorfandi, og segir frá því sem fyrir ber. Stundum er
einsog sá sem er að segja frá snúi sér að lesandanum og sameinist honum til
að segja við. Þannig er talað um munnsvipinn á konu, „sem við getum
kallað hennar bros“ (77). Eða manni og konu er lýst; þau sitja á bekk með
útsýni yfir hafið: „Af hverju getum við ekki heyrt í hafinu? Maðurinn er
með svarta húfu og hár konunnar er svart. Við vitum ekki hvort þau hafa
andlit þar sem þau sitja þarna og bíða eftir hverju?“ (203) En stundum er
eins og Thor væri að gera svolítið grín að þessu sjónarmiði. Þannig segir á
einum stað: „og þá sást að kötturinn var úttroðinn hamur af sóttdauðum
ketti sem hafði hlotið náðugt andlát í hárri elli“; en strax er svo bætt við,
innan sviga: „(kannski sást það ekki hvernig sem við vissum það þá)“ (29).
Slík setning gefur til kynna, að þessi frásagnarháttur - „utanfrá“ - er í
raun og veru aðeins formlegur en ekki verulegur. Höfundurinn segir okkur
reyndar hiklaust frá öllu því sem hrærist í innstu hugskotum aðalpersóna
sögunnar; og jafnvel umhverfi þeirra, hinum ytri hlutum, er yfirleitt lýst á
þann hátt sem við hugsum okkur að þær sjái það. En þessir menn verða æ
einkennilegri, skynjanir þeirra æ kynlegri - einsog áður hefur verið vikið
að. Við eitt tækifæri er t. d. sagt um manninn, að það var „einsog vitund
hans væri öll svelluð og samfrosta, hann sæi og skynjaði allt gegnum íshjúp.
Augun voru líka svelluð og myndirnar sem bárust hlutu að afskræmast í
þessu ísskæni sem var yfir augasteinunum" (208). Hann veit ekki hvort
mistrið sem vefst um hann í nóttinni er raunverulegt, eða hvort það er þar
„kannski vegna klakans“ (209) sem er í honum. Stundum finnst honum
sem sagt hann vera klofinn í tvær persónur: „og horfði á sig sjálfan og
heyrði líka sjálfan sig dramatísera. í senn fór hann með hlutverk á sviðinu
og var um leið áhorfandi þess“ (239). En í lok sögunnar er einsog persónu-
leiki hans sé að leysast upp, honum finnst hann vera sjálfur nokkurs konar
leiksvið, þar sem fjöldi manna er á hreyfingu:
124